Skoðun

Land tæki­færanna – fyrir hverja?

Bjarney Bjarnadóttir skrifar

Er Ísland land tækifæranna fyrir..

....unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í framhaldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í Tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun?

Þá bændur og brugghús sem mega ekki selja til neytenda beint frá býli, þá 18.000 Íslendinga sem hafa flutt af landi brott sl. 40 ár umfram þá sem fluttu heim, öll sprotafyrirtækin sem hafa flúið landið vegna krónuhagkerfisins, þeirra erlendu fjárfesta sem koma ekki til landsins vegna gengisáhættu?

Fyrir sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk sem fær ekki að starfa fyrir hið opinbera þar sem þörfin er brýn, fyrir þúsundir sem eru á biðlistum eftir aðgerðum, fyrir aldraða og öryrkja sem mega ekki vinna vegna letjandi skerðinga?

Svona mætti lengi telja.

En Ísland er alveg örugglega land tækifæranna fyrir t.d. banka sem búa við hæsta vaxtamun á Vesturlöndum, tryggingafélög sem bjóða dýrustu tryggingar í Evrópu og þá sem hagnast á veikburða gjaldmiðli.

Það er ekki nóg að nota falleg slagorð í auglýsingum og brosa, tækifærin verða raunverulega að vera til staðar.

Viðreisn hefur kjark og vilja til að ráðast í alvöru breytingar, fyrir alla, ekki bara suma. Gefum framtíðinni tækifæri og setjum X við C í komandi Alþingiskosningum.

Höfundur skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.




Skoðun

Sjá meira


×