Hvað skal kjósa? Guðjón Sigurbjartsson skrifar 3. september 2021 16:30 Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna. Efnahagsmál: Vinstri – Hægri Flest erum við nálægt miðjunni „sósíaldemókratar“ og að mestu sammála um samfélagsgerð. Við styðjum flest frjálst atvinnulífi, félagslegan jöfnuð og jöfn tækifæri. Við viljum því blandað hagkerfi, og virka samkeppni í atvinnulífinu. Okkur greinir hins vegar á um hversu umfangsmikill ríkisrekstur á að vera hvað varðar þjónustu sem kostuð er af skattgreiðendum svo sem heilbrigðisþjónustu. Við sem erum nálægt miðjunni teljum þurfa að nýta kosti einkareksturs til að bæta þjónustu og lækka tilkostnað en þau vinstrisinnuðu telja ríkisrekstur betri. Frjálslyndi – Íhaldssemi og tengdar skoðanir Við sem teljumst frjálslynd erum almennt opin fyrir breytingum, styðjum alþjóðasamvinnu, erum jákvæð fyrir nýbúum og styðjum almannahag umfram sérhagsmuni. Þau íhaldssömu fara hægar í breytingar, eru skeptísk á alþjóðasamvinnu, vilja takmarka mjög fjölda innflytjenda, eru upp til hópa þjóðernissinnuð og styðja sérhagsmuni útgerðar, bænda og fleiri þó það komi niður á almannahag. Heilbrigðismál: Opinber rekstur - Einkarekstur Flest erum við sammála um að bæta þarf heilbrigði og heilbrigðisþjónustu og að þjónustan standi öllum til boða óháð efnahag, á kostnað skattgreiðenda. En erum ekki sammála um leiðir til að bæta þjónustuna. Þau vinstrisinnuðu telja nægja að bæta skattfé inn í núverandi opinberan rekstur. En við sem erum nálgæt miðju og þeir sem eru aðeins til hægri teljum þörf á að nýta einkarekstur þar sem því verður við komið. Umhverfismál - Loftlagsmál Flest viljum við koma í veg fyrir loftlagshörmungar vegna hömlulausrar hlýnunar en greinir á um leiðir og mikilvægi. Við þau frjálslyndu erum tilbúin til að gera það sem gera þarf, taka fulla ábyrgð. Við viljum endurheimta votlendi, stöðva lausagöngu búfjár, stórefla bindingu kolefnis með skógrækt, stórfelldri uppgræðslu lands jafnvel með lúpínu og með grænni orkuframleiðslu og jafnvel vindmyllugörðum á afviknum stöðum, enda fjárhagslega áhugaverðir. Þau þjóðernissinnuðu og íhaldssömu sem verja helst sérhagsmuni bænda, eru síður til í að stöðva lausagöngu búfjár og endurheimta votlendi þó það séu ódýrustu og áhrifaríkustu aðgerðirnar. En þau eru til í vindmyllugarða og nýtingu grænnar orku frá þeim enda getur það komið hinum dreifðu byggðum vel. Jöfn tækifæri - Jöfn útkoma Flest viljum við að allir hafi sömu tækifæri til að vaxa, dafna, þroskast og nýta sýna hæfileika sér og öðrum til hagsbóta. Þau vinstrisinnuðustu leggja hins vegar svo mikla áherslu á jafna útkomu að þau eru tilbúin að hefta þá sem skara fram úr og taka af þeim mest af því sem þeir ná að ávinna sér, þó það komi niður á heildarútkomunni. Stjórnarskráin Flest viljum við nýju stjórnarskrána enda fyrsta stjórnarskráin sem unnin hefur verið hér frá grunni af lýðræðislega völdu fólki. Hún stuðlar líka að jöfnu atkvæðavægi og gerir almenningi kleift að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði og fleira mætti telja. En þau íhaldssömu og þjóðlegu sem gæta sérhagsmuna útgerðar og bænda vilja fara hægt í sakirnar og samþykkja aðeins það sem kemur þeim vel þó það komi niður á almenningi. Auðlindagjöld - Aflaheimildir Flest viljum við að helstu náttúruauðlindir svo sem sjávarauðlindin, séu sameign þjóðarinnar og að greitt sé fyrir aðgang að þeim. Við þau frjálslyndu og markaðssinnuðu viljum að gjald fyrir afnotin ráðist á markaði. Þau þjóðernissinnuðu sem mest gæta sérhagsmuna sjávarútvegsins vilja hins vegar ákveða sjálf hversu mikið er greitt fyrir afnotin og hafa það lágt til að styggja ekki útgerðina. Þróun atvinnulífsins – Nýsköpun Flest viljum við öfluga nýsköpun til að takast á við verkefni framtíðar og byggja undir næga velferð og velsæld landsmanna í opnum heimi. Við þau frjálslyndu eru til í að bæta vaxtarskilyrði sprota með stöðugum alþjóðlegum gjaldmiðli, hóflegum sköttum, traustum innviðum og traustu, spillingarlausu lýðræðissamfélagi. Þau þjóðlegu og íhaldssömu sem styðja sérhagsmuni öðru fremur vilja hins vegar fara hægar í sakirnar, láta hjá líða að bæta vaxtarskilyrðin svo það komi örugglega ekki niður á gömlu ríkisvernduðu atvinnuvegunum, jafnvel þó það þýðir að færri sprotar verði að öflugum fyrirtækjum. Þú átt leikinn, þitt er valið Stefnur stjórnmálaflokkanna fara ekki allar eftir skýrum línum og það eru jafnvel mótsagnir innan flokka. Vonandi hjálpar þessi samantekt einhverjum til að velja góðan stjórnmálaflokk þann 25. september næstkomandi. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna. Efnahagsmál: Vinstri – Hægri Flest erum við nálægt miðjunni „sósíaldemókratar“ og að mestu sammála um samfélagsgerð. Við styðjum flest frjálst atvinnulífi, félagslegan jöfnuð og jöfn tækifæri. Við viljum því blandað hagkerfi, og virka samkeppni í atvinnulífinu. Okkur greinir hins vegar á um hversu umfangsmikill ríkisrekstur á að vera hvað varðar þjónustu sem kostuð er af skattgreiðendum svo sem heilbrigðisþjónustu. Við sem erum nálægt miðjunni teljum þurfa að nýta kosti einkareksturs til að bæta þjónustu og lækka tilkostnað en þau vinstrisinnuðu telja ríkisrekstur betri. Frjálslyndi – Íhaldssemi og tengdar skoðanir Við sem teljumst frjálslynd erum almennt opin fyrir breytingum, styðjum alþjóðasamvinnu, erum jákvæð fyrir nýbúum og styðjum almannahag umfram sérhagsmuni. Þau íhaldssömu fara hægar í breytingar, eru skeptísk á alþjóðasamvinnu, vilja takmarka mjög fjölda innflytjenda, eru upp til hópa þjóðernissinnuð og styðja sérhagsmuni útgerðar, bænda og fleiri þó það komi niður á almannahag. Heilbrigðismál: Opinber rekstur - Einkarekstur Flest erum við sammála um að bæta þarf heilbrigði og heilbrigðisþjónustu og að þjónustan standi öllum til boða óháð efnahag, á kostnað skattgreiðenda. En erum ekki sammála um leiðir til að bæta þjónustuna. Þau vinstrisinnuðu telja nægja að bæta skattfé inn í núverandi opinberan rekstur. En við sem erum nálgæt miðju og þeir sem eru aðeins til hægri teljum þörf á að nýta einkarekstur þar sem því verður við komið. Umhverfismál - Loftlagsmál Flest viljum við koma í veg fyrir loftlagshörmungar vegna hömlulausrar hlýnunar en greinir á um leiðir og mikilvægi. Við þau frjálslyndu erum tilbúin til að gera það sem gera þarf, taka fulla ábyrgð. Við viljum endurheimta votlendi, stöðva lausagöngu búfjár, stórefla bindingu kolefnis með skógrækt, stórfelldri uppgræðslu lands jafnvel með lúpínu og með grænni orkuframleiðslu og jafnvel vindmyllugörðum á afviknum stöðum, enda fjárhagslega áhugaverðir. Þau þjóðernissinnuðu og íhaldssömu sem verja helst sérhagsmuni bænda, eru síður til í að stöðva lausagöngu búfjár og endurheimta votlendi þó það séu ódýrustu og áhrifaríkustu aðgerðirnar. En þau eru til í vindmyllugarða og nýtingu grænnar orku frá þeim enda getur það komið hinum dreifðu byggðum vel. Jöfn tækifæri - Jöfn útkoma Flest viljum við að allir hafi sömu tækifæri til að vaxa, dafna, þroskast og nýta sýna hæfileika sér og öðrum til hagsbóta. Þau vinstrisinnuðustu leggja hins vegar svo mikla áherslu á jafna útkomu að þau eru tilbúin að hefta þá sem skara fram úr og taka af þeim mest af því sem þeir ná að ávinna sér, þó það komi niður á heildarútkomunni. Stjórnarskráin Flest viljum við nýju stjórnarskrána enda fyrsta stjórnarskráin sem unnin hefur verið hér frá grunni af lýðræðislega völdu fólki. Hún stuðlar líka að jöfnu atkvæðavægi og gerir almenningi kleift að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði og fleira mætti telja. En þau íhaldssömu og þjóðlegu sem gæta sérhagsmuna útgerðar og bænda vilja fara hægt í sakirnar og samþykkja aðeins það sem kemur þeim vel þó það komi niður á almenningi. Auðlindagjöld - Aflaheimildir Flest viljum við að helstu náttúruauðlindir svo sem sjávarauðlindin, séu sameign þjóðarinnar og að greitt sé fyrir aðgang að þeim. Við þau frjálslyndu og markaðssinnuðu viljum að gjald fyrir afnotin ráðist á markaði. Þau þjóðernissinnuðu sem mest gæta sérhagsmuna sjávarútvegsins vilja hins vegar ákveða sjálf hversu mikið er greitt fyrir afnotin og hafa það lágt til að styggja ekki útgerðina. Þróun atvinnulífsins – Nýsköpun Flest viljum við öfluga nýsköpun til að takast á við verkefni framtíðar og byggja undir næga velferð og velsæld landsmanna í opnum heimi. Við þau frjálslyndu eru til í að bæta vaxtarskilyrði sprota með stöðugum alþjóðlegum gjaldmiðli, hóflegum sköttum, traustum innviðum og traustu, spillingarlausu lýðræðissamfélagi. Þau þjóðlegu og íhaldssömu sem styðja sérhagsmuni öðru fremur vilja hins vegar fara hægar í sakirnar, láta hjá líða að bæta vaxtarskilyrðin svo það komi örugglega ekki niður á gömlu ríkisvernduðu atvinnuvegunum, jafnvel þó það þýðir að færri sprotar verði að öflugum fyrirtækjum. Þú átt leikinn, þitt er valið Stefnur stjórnmálaflokkanna fara ekki allar eftir skýrum línum og það eru jafnvel mótsagnir innan flokka. Vonandi hjálpar þessi samantekt einhverjum til að velja góðan stjórnmálaflokk þann 25. september næstkomandi. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun