Óhjákvæmilegt að gróðinn verði gríðarlegur á alla kanta Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 08:00 Engin áhætta er á kaupum Cristiano Ronaldo til Manchester United samkvæmt deildarstjóra greiningar Íslandsbanka. Ronaldo er einn stærsti áhrifavaldur heims og hefur grætt peninga fyrir vinnuveitendur sína hvert sem hann hefur farið. Manchester United/Manchester United via Getty Images „Þetta er ekki áhætta að fá hann til liðs við Manchester United“ segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka, um skipti Cristiano Ronaldo til Manchester United. Í greiningu sinni á skiptunum segir Björn óhjákvæmilegt að félagið, styrktaraðilar og Ronaldo sjálfur græði umtalsvert á þeim. Miklar vangaveltur voru um hvort Ronaldo fengi að klæðast treyju númer 7 hjá Manchester United eftir að gengið var frá skiptum hans til félagsins frá Juventus á Ítalíu. United fékk í gegn sérstaka undanþágu frá ensku úrvalsdeildinni til að Ronaldo gæti fengið númerið af Edinson Cavani sem bar það fyrir. En hversu stórt er það fyrir Ronaldo að hann fái að bera sjöuna á bakinu? „Hann er algjörlega einstakur í knattspyrnuheiminum hvað þetta varðar. Það er enginn knattspyrnumaður, ég leyfi mér að fullyrða fyrr eða síðar, sem er jafn tengdur ákveðinni tölu og Cristiano Ronaldo er tengdur tölunni 7. Hann er að þéna eitthvað um fimm milljarða króna á því að spila fótbolta í vetur en hann mun þéna meira utan vallar,“ segir Björn Berg í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Nú fer ferillinn að klárast eftir svona að verða tvö, þrjú ár en hann á allt lífið eftir. Tekjurnar sem hann mun þéna, mun hann þéna á tölunni 7 - á vörumerkinu sínu CR7 - sem hann er beintengdur. Þannig að fyrir hann voru hagsmunirnir svo gríðarlegir og mikilvægi þess að ná að grenja í gegn töluna sjö eru miklu, miklu meiri hjá honum en það gæti verið hjá öðrum leikmönnum í öðru samhengi.“ Run it back 7 #MUFC | @Cristiano pic.twitter.com/EbN64bVxYl— Manchester United (@ManUtd) September 3, 2021 Ódýrt að fá hann en ekki ódýrt að hafa hann Manchester United borgaði Juventus aðeins tæplega 13 milljónir punda fyrir Ronaldo, sem þykir ekki mikið fyrir leikmann að hans gæðum, þrátt fyrir að hann sé 36 ára gamall. Launin eru þó öllu hærri og verður Ronaldo langlaunahæsti leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, með um hálfa milljón punda í grunnlaun á viku. Hann borgi það þó vafalítið hratt til baka. Treyjusala hjá Manchester United er strax rokin upp úr öllu valdi. „Það er þannig með örfáa leikmenn að treyjusala vegur geysilega þungt og getur skipt sköpum hvað varðar algjört grundvallaratriði um hvað er hægt að borga fyrir leikmenn og greiða þeim í laun. Ronaldo er einn þessara leikmanna. Hvað snertir Manchester United sjálft þá skiptir máli að hafa upp í allan þennan gríðarlega kostnað sem fylgir því að hafa hann á launaskrá og þá skiptir þetta að sjálfsögðu máli.“ segir Björn Berg. „Við getum alveg leyft okkur að halda því fram að United eigi mjög erfitt með að tapa á þessum viðskiptum. Bæði er hann mjög ódýr á miðað við það sem gengur og gerist í knattspyrnuheiminum, ef við lítum framhjá launagreiðslum. Það er verið að greiða rétt tæplega fertugum leikmanni hæstu laun sem nokkru sinni hafa verið greidd í stærstu og dýrustu deild heims. Þannig að það verður ekkert ódýrt að hafa hann þarna þó að það hafi verið ódýrt að fá hann,“ Klippa: Björn Berg um Ronaldo Eitt sterkasta vörumerki heims Þrátt fyrir rómantíkina sem fylgir skiptum Ronaldo til United eftir tólf ára fjarveru frá félaginu, auk gæða leikmannsins, verða áhrif hans svo margfalt meiri. Ronaldo er einn mesti áhrifavaldur heims á samfélagsmiðlum og segir Björn að United muni gera allt í sínu valdi til að mjólka vörumerkið sem hann er. „Viðskiptahliðin á þessu öllu saman er nefnilega alveg geysilega heillandi. Það sem fylgir Cristiano Ronaldo er svo margt. Það er ekki bara árangurinn á vellinum, það er ekki bara rómantíkin sem fylgir því að fá hann aftur heim, það er líka það að hann einn og sér er með stærstu áhrifavöldum heims á samfélagsmiðlum. Hann er eitt sterkasta vörumerki í heiminum hvað varðar sölu á varningi, ekki bara sínum heldur öðrum. Með því að tengja hann við vörumerki Manchester United verður vörumerki þeirrar vöru sem Manchester United býður, eins og auglýsingasamningar, búningar og svo framvegis, miklu, miklu hærra,“ „Það er eitthvað sem við höfum verið að sjá aukast í knattspyrnuheiminum að undanförnu að þegar leikmenn af þessu kaliberi eru keyptir, þá er mjög mikil vinna lögð í það að tryggja að þessir peningar verði til í framhaldinu. Það er verið að mjólka þessa leikmenn, eins og verður gert með Cristiano Ronaldo núna, til þess að búa til peninga fyrir Manchester United. Þetta er ekki áhætta að fá hann til liðs við Manchester United.“ #MUFC pic.twitter.com/UfiQHXXvYN— Manchester United (@ManUtd) September 3, 2021 Gerði gríðarlega mikið fyrir Juventus utan vallar Dæmi um áhrif Ronaldo segir Björn sjást hjá ítalska félaginu Juventus. Ronaldo kom til liðsins árið 2018 og átti að vera síðasta púslið sem myndi tryggja félaginu Meistaradeildartitil, sem hafði naumlega mistekist að vinna á árunum áður. Það tókst ekki og mistókst Juventus meira að segja að vinna ítalska meistaratitilinn í vor eftir níu ára sigurhrinu í deildinni. Þrátt fyrir það segir Björn að skiptin hafi haft varanleg áhrif á stöðu Juventus sem vörumerki. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka. „Hann er búinn að margsanna þetta, hann sannaði þetta sérstaklega og það sem vakti mesta athygli, var þegar hann færði sig um set frá Real Madrid til Juventus. Við höfum það núna alveg svart á hvítu hverju það skilaði Juventus. Þrátt fyrir að hann hafi kostað mikið og verið svolítið þungur hvað varðar launagreiðslur félagsins, þá borgaði hann það margfalt til baka með því að hífa klúbbinn í heild sinni upp.“ „Það er staðsetning sem félagið er komið á núna, þó að hlutir hafi kannski ekki gengið sem skyldi inni á vellinum, þá er vörumerki Juventus miklu, miklu meira virði - varanlega - eftir hans dvöl þar. Þannig að með því að fara yfir í Manchester United þá ættu þessi áhrif, ef hann er nógu vel notaður, að fylgja.“ Gerir mikið fyrir styrktaraðilana Koma Ronaldo til Juventus gaf félaginu gríðarmikið utan vallar, en ekki síður fyrirtækinu Jeep, sem þurfti að greiða tvöfalt fyrir auglýsingaréttinn á treyju félagsins eftir komu kappans.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Björn segist þá fátt vita um aðkomu styrkaraðila að kaupunum á Ronaldo en að þeir hafi af kaupunum mikla hagsmuni. Vegna áhrifa Ronaldo á heimsvísu þýða skipti hans til Manchester United að styrkaraðilar félagsins séu sýnilegri. Bandaríski bílaframleiðandinn Jeep, sem er aðalstyrkaraðili Juventus, sé gott dæmi. „Hvort sem að adidas eða Teamviewer eða Cole's eða hverjir sem styrktaraðilarnir eru, hafi haft beina aðkomu að komu hans, þá er algjörlega óumdeilt að þau hafa mikla hagsmuni í því og það munu fylgja því væntanlega auknar tekjur eingöngu að hann hafi komið. Það er allt annað að fá Jadon Sancho eða að fá Cristiano Ronaldo. Eingöngu með tilkomu Cristiano Ronaldo í þennan búning munu fleiri treyjur seljast, það er alveg klárt. Þegar fleiri treyjur seljast þá munu fleiri sjá auglýsingarnar sömuleiðis. Þetta hífir allt saman upp í heild sinni,“ „Það sem ég hef mikinn áhuga á að sjá er að næst þegar Manchester United semur um auglýsingasamninga, erum við að fara að sjá það sama og gerðist hjá Juventus? Þar sem Jeep-auglýsingin á maganum tvöfaldaðist í virði á milli samninga, vegna þess að hann hafði komið í millitíðinni.“ segir Björn Berg. Cavani mútað fyrir sjöunni? Edinson Cavani þurfti að skilja við sjöuna þegar undanþágubeiðni Manchester United var samþykkt. Björn veltir fyrir sér hvort peningagreiðsla hafi komið við sögu en þekkt er að leikmenn hafi borgað fyrir sérstakt númer. „Við sáum að þegar Neymar fór í fyrrum lið hans [Cavani] í Paris Saint-Germain, að þá var mikil kergja þar á milli. Cavani vill vera stóra stjarnan. Hins vegar spilar hann númer 21 hjá Úrúgvæ. Nú er Daniel James seldur, hann var í treyju númer 21, Cavani fær þá sitt gamla númer innan gæsalappa, og afhendir Cristiano Ronaldo sjöuna. Það eru auðvitað sögur, það hefur nú svo sem ekki fylgt þessu, en það eru fjölmargar sögur af því í gegnum tíðina að leikmenn hafi keypt númer af einhverjum öðrum. Það verður áhugavert að heyra af því í framhaldinu hvort einhverjir peningar hafi gengið á milli í tengslum við þetta.“ segir Björn Berg. Ronaldo mætti til Manchester-borgar í gær eftir að hafa komið fyrr heim úr landsliðsverkefni sínu með Portúgal. Hann skoraði bæði mörk liðsins, á 89. og 96. mínútu, í 2-1 sigri á Írum í undankeppni EM á miðvikudag. Með þeim mörkum setti hann heimsmet og varð markahæsti landsliðsmaður í sögunni með 111 mörk. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið er Newcastle United kemur í heimsókn á Old Trafford 11. september næst komandi. Sportpakkinn Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Miklar vangaveltur voru um hvort Ronaldo fengi að klæðast treyju númer 7 hjá Manchester United eftir að gengið var frá skiptum hans til félagsins frá Juventus á Ítalíu. United fékk í gegn sérstaka undanþágu frá ensku úrvalsdeildinni til að Ronaldo gæti fengið númerið af Edinson Cavani sem bar það fyrir. En hversu stórt er það fyrir Ronaldo að hann fái að bera sjöuna á bakinu? „Hann er algjörlega einstakur í knattspyrnuheiminum hvað þetta varðar. Það er enginn knattspyrnumaður, ég leyfi mér að fullyrða fyrr eða síðar, sem er jafn tengdur ákveðinni tölu og Cristiano Ronaldo er tengdur tölunni 7. Hann er að þéna eitthvað um fimm milljarða króna á því að spila fótbolta í vetur en hann mun þéna meira utan vallar,“ segir Björn Berg í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Nú fer ferillinn að klárast eftir svona að verða tvö, þrjú ár en hann á allt lífið eftir. Tekjurnar sem hann mun þéna, mun hann þéna á tölunni 7 - á vörumerkinu sínu CR7 - sem hann er beintengdur. Þannig að fyrir hann voru hagsmunirnir svo gríðarlegir og mikilvægi þess að ná að grenja í gegn töluna sjö eru miklu, miklu meiri hjá honum en það gæti verið hjá öðrum leikmönnum í öðru samhengi.“ Run it back 7 #MUFC | @Cristiano pic.twitter.com/EbN64bVxYl— Manchester United (@ManUtd) September 3, 2021 Ódýrt að fá hann en ekki ódýrt að hafa hann Manchester United borgaði Juventus aðeins tæplega 13 milljónir punda fyrir Ronaldo, sem þykir ekki mikið fyrir leikmann að hans gæðum, þrátt fyrir að hann sé 36 ára gamall. Launin eru þó öllu hærri og verður Ronaldo langlaunahæsti leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, með um hálfa milljón punda í grunnlaun á viku. Hann borgi það þó vafalítið hratt til baka. Treyjusala hjá Manchester United er strax rokin upp úr öllu valdi. „Það er þannig með örfáa leikmenn að treyjusala vegur geysilega þungt og getur skipt sköpum hvað varðar algjört grundvallaratriði um hvað er hægt að borga fyrir leikmenn og greiða þeim í laun. Ronaldo er einn þessara leikmanna. Hvað snertir Manchester United sjálft þá skiptir máli að hafa upp í allan þennan gríðarlega kostnað sem fylgir því að hafa hann á launaskrá og þá skiptir þetta að sjálfsögðu máli.“ segir Björn Berg. „Við getum alveg leyft okkur að halda því fram að United eigi mjög erfitt með að tapa á þessum viðskiptum. Bæði er hann mjög ódýr á miðað við það sem gengur og gerist í knattspyrnuheiminum, ef við lítum framhjá launagreiðslum. Það er verið að greiða rétt tæplega fertugum leikmanni hæstu laun sem nokkru sinni hafa verið greidd í stærstu og dýrustu deild heims. Þannig að það verður ekkert ódýrt að hafa hann þarna þó að það hafi verið ódýrt að fá hann,“ Klippa: Björn Berg um Ronaldo Eitt sterkasta vörumerki heims Þrátt fyrir rómantíkina sem fylgir skiptum Ronaldo til United eftir tólf ára fjarveru frá félaginu, auk gæða leikmannsins, verða áhrif hans svo margfalt meiri. Ronaldo er einn mesti áhrifavaldur heims á samfélagsmiðlum og segir Björn að United muni gera allt í sínu valdi til að mjólka vörumerkið sem hann er. „Viðskiptahliðin á þessu öllu saman er nefnilega alveg geysilega heillandi. Það sem fylgir Cristiano Ronaldo er svo margt. Það er ekki bara árangurinn á vellinum, það er ekki bara rómantíkin sem fylgir því að fá hann aftur heim, það er líka það að hann einn og sér er með stærstu áhrifavöldum heims á samfélagsmiðlum. Hann er eitt sterkasta vörumerki í heiminum hvað varðar sölu á varningi, ekki bara sínum heldur öðrum. Með því að tengja hann við vörumerki Manchester United verður vörumerki þeirrar vöru sem Manchester United býður, eins og auglýsingasamningar, búningar og svo framvegis, miklu, miklu hærra,“ „Það er eitthvað sem við höfum verið að sjá aukast í knattspyrnuheiminum að undanförnu að þegar leikmenn af þessu kaliberi eru keyptir, þá er mjög mikil vinna lögð í það að tryggja að þessir peningar verði til í framhaldinu. Það er verið að mjólka þessa leikmenn, eins og verður gert með Cristiano Ronaldo núna, til þess að búa til peninga fyrir Manchester United. Þetta er ekki áhætta að fá hann til liðs við Manchester United.“ #MUFC pic.twitter.com/UfiQHXXvYN— Manchester United (@ManUtd) September 3, 2021 Gerði gríðarlega mikið fyrir Juventus utan vallar Dæmi um áhrif Ronaldo segir Björn sjást hjá ítalska félaginu Juventus. Ronaldo kom til liðsins árið 2018 og átti að vera síðasta púslið sem myndi tryggja félaginu Meistaradeildartitil, sem hafði naumlega mistekist að vinna á árunum áður. Það tókst ekki og mistókst Juventus meira að segja að vinna ítalska meistaratitilinn í vor eftir níu ára sigurhrinu í deildinni. Þrátt fyrir það segir Björn að skiptin hafi haft varanleg áhrif á stöðu Juventus sem vörumerki. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka. „Hann er búinn að margsanna þetta, hann sannaði þetta sérstaklega og það sem vakti mesta athygli, var þegar hann færði sig um set frá Real Madrid til Juventus. Við höfum það núna alveg svart á hvítu hverju það skilaði Juventus. Þrátt fyrir að hann hafi kostað mikið og verið svolítið þungur hvað varðar launagreiðslur félagsins, þá borgaði hann það margfalt til baka með því að hífa klúbbinn í heild sinni upp.“ „Það er staðsetning sem félagið er komið á núna, þó að hlutir hafi kannski ekki gengið sem skyldi inni á vellinum, þá er vörumerki Juventus miklu, miklu meira virði - varanlega - eftir hans dvöl þar. Þannig að með því að fara yfir í Manchester United þá ættu þessi áhrif, ef hann er nógu vel notaður, að fylgja.“ Gerir mikið fyrir styrktaraðilana Koma Ronaldo til Juventus gaf félaginu gríðarmikið utan vallar, en ekki síður fyrirtækinu Jeep, sem þurfti að greiða tvöfalt fyrir auglýsingaréttinn á treyju félagsins eftir komu kappans.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Björn segist þá fátt vita um aðkomu styrkaraðila að kaupunum á Ronaldo en að þeir hafi af kaupunum mikla hagsmuni. Vegna áhrifa Ronaldo á heimsvísu þýða skipti hans til Manchester United að styrkaraðilar félagsins séu sýnilegri. Bandaríski bílaframleiðandinn Jeep, sem er aðalstyrkaraðili Juventus, sé gott dæmi. „Hvort sem að adidas eða Teamviewer eða Cole's eða hverjir sem styrktaraðilarnir eru, hafi haft beina aðkomu að komu hans, þá er algjörlega óumdeilt að þau hafa mikla hagsmuni í því og það munu fylgja því væntanlega auknar tekjur eingöngu að hann hafi komið. Það er allt annað að fá Jadon Sancho eða að fá Cristiano Ronaldo. Eingöngu með tilkomu Cristiano Ronaldo í þennan búning munu fleiri treyjur seljast, það er alveg klárt. Þegar fleiri treyjur seljast þá munu fleiri sjá auglýsingarnar sömuleiðis. Þetta hífir allt saman upp í heild sinni,“ „Það sem ég hef mikinn áhuga á að sjá er að næst þegar Manchester United semur um auglýsingasamninga, erum við að fara að sjá það sama og gerðist hjá Juventus? Þar sem Jeep-auglýsingin á maganum tvöfaldaðist í virði á milli samninga, vegna þess að hann hafði komið í millitíðinni.“ segir Björn Berg. Cavani mútað fyrir sjöunni? Edinson Cavani þurfti að skilja við sjöuna þegar undanþágubeiðni Manchester United var samþykkt. Björn veltir fyrir sér hvort peningagreiðsla hafi komið við sögu en þekkt er að leikmenn hafi borgað fyrir sérstakt númer. „Við sáum að þegar Neymar fór í fyrrum lið hans [Cavani] í Paris Saint-Germain, að þá var mikil kergja þar á milli. Cavani vill vera stóra stjarnan. Hins vegar spilar hann númer 21 hjá Úrúgvæ. Nú er Daniel James seldur, hann var í treyju númer 21, Cavani fær þá sitt gamla númer innan gæsalappa, og afhendir Cristiano Ronaldo sjöuna. Það eru auðvitað sögur, það hefur nú svo sem ekki fylgt þessu, en það eru fjölmargar sögur af því í gegnum tíðina að leikmenn hafi keypt númer af einhverjum öðrum. Það verður áhugavert að heyra af því í framhaldinu hvort einhverjir peningar hafi gengið á milli í tengslum við þetta.“ segir Björn Berg. Ronaldo mætti til Manchester-borgar í gær eftir að hafa komið fyrr heim úr landsliðsverkefni sínu með Portúgal. Hann skoraði bæði mörk liðsins, á 89. og 96. mínútu, í 2-1 sigri á Írum í undankeppni EM á miðvikudag. Með þeim mörkum setti hann heimsmet og varð markahæsti landsliðsmaður í sögunni með 111 mörk. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið er Newcastle United kemur í heimsókn á Old Trafford 11. september næst komandi.
Sportpakkinn Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira