Ráðherra vísar ásökunum Persónuverndar á bug Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 11:00 Kristján Þór Júlíusson er ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ásakanir Persónuverndar, þess efnis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi leynt upplýsingum eða notað Persónuvernd sem skálkaskjól, hreinan rógburð. Forsaga málsins er að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vann nýlega skýrslu um eignarhald fyrirtækja í sjávarútvegi sem var síðan harðlega gagnrýnd af Persónuvernd í bréfi til ráðuneytissins. Þar segir meðal annars að rangt sé farið með efni laga um persónuvernd í skýrslunni og bent á að upplýsingar um hlutafjáreign séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá segir jafnframt að rangt sé farið með úrskurð Persónuverndar um birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga. Í skýrslunni segir að Persónuvernd hafi úrskurðað um að ársreikningaskrá hafi verið gert að afmá hluthafalista sem fylgt hafa ársreikningum og samstæðureikningum úr þeim reikningum sem skráin varðveitir og veitir aðgang að. Rétt sé að með ákvörðun Persónuverndar hafi verið lagt fyrir ríkisskattstjóra að „láta af birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga á opinberum vef embættisins.“ Unnið hafi verið í gagnsæju ferli Krisján Þór segir skýrsluna hafa verið unna í samstarfi við Skattinn og að unnið hafi verið í opnu gagnsæju ferli milli stjórnkerfisins og Alþingis. „Það er ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneytið, sem gefið hefur skýringar á forsendum upplýsinga sem veittar voru Alþingi, um að leyna upplýsingum eða nota Persónuvernd sem skálkaskjól. Þessu er því alfarið vísað á bug sem hreinum rógburði,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir ráðuneytið taka lagaskyldu sína til að sinna upplýsingagjöf til Alþingis alvarlega. Þá segir hann engu hafa verið leynt um forsendur og aðferðir við undirbúning skýrslunnar. „Ef önnur lagatúlkun en sú sem Skatturinn hefur stuðst við getur opnað fyrir frekari upplýsingar frá Skattinum er fullur vilji hjá ráðuneytinu til þess að láta taka þær saman,“ segir hann. Boðar fulltrúa Skattsins og Persónuverndar á sinn fund „Ég hef óskað eftir að ráðuneytið boði fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fagmennsku og virðingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til,“ segir Kristján Þór í lokaorðum Facebookfærslu um málið. Sjávarútvegur Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Forsaga málsins er að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vann nýlega skýrslu um eignarhald fyrirtækja í sjávarútvegi sem var síðan harðlega gagnrýnd af Persónuvernd í bréfi til ráðuneytissins. Þar segir meðal annars að rangt sé farið með efni laga um persónuvernd í skýrslunni og bent á að upplýsingar um hlutafjáreign séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá segir jafnframt að rangt sé farið með úrskurð Persónuverndar um birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga. Í skýrslunni segir að Persónuvernd hafi úrskurðað um að ársreikningaskrá hafi verið gert að afmá hluthafalista sem fylgt hafa ársreikningum og samstæðureikningum úr þeim reikningum sem skráin varðveitir og veitir aðgang að. Rétt sé að með ákvörðun Persónuverndar hafi verið lagt fyrir ríkisskattstjóra að „láta af birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga á opinberum vef embættisins.“ Unnið hafi verið í gagnsæju ferli Krisján Þór segir skýrsluna hafa verið unna í samstarfi við Skattinn og að unnið hafi verið í opnu gagnsæju ferli milli stjórnkerfisins og Alþingis. „Það er ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneytið, sem gefið hefur skýringar á forsendum upplýsinga sem veittar voru Alþingi, um að leyna upplýsingum eða nota Persónuvernd sem skálkaskjól. Þessu er því alfarið vísað á bug sem hreinum rógburði,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir ráðuneytið taka lagaskyldu sína til að sinna upplýsingagjöf til Alþingis alvarlega. Þá segir hann engu hafa verið leynt um forsendur og aðferðir við undirbúning skýrslunnar. „Ef önnur lagatúlkun en sú sem Skatturinn hefur stuðst við getur opnað fyrir frekari upplýsingar frá Skattinum er fullur vilji hjá ráðuneytinu til þess að láta taka þær saman,“ segir hann. Boðar fulltrúa Skattsins og Persónuverndar á sinn fund „Ég hef óskað eftir að ráðuneytið boði fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fagmennsku og virðingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til,“ segir Kristján Þór í lokaorðum Facebookfærslu um málið.
Sjávarútvegur Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira