Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. september 2021 17:05 Framkonur fögnuðu sigri í dag. KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mætust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað. Fram skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir skoruðu þau mörk. Það tók heimakonur um 5 mínútur að skora sitt fyrsta mark og var þar að verki Hulda Bryndís. KA/Þór konur náðu svo að jafna í 2-2 stuttu síðar. Eftir það var leikurinn í algjörum járnum, munaði mest tveimur mörkum þegar heimakonur komust í 6-4 á 11. mínútu. Annars var jafnt á öllum tölum og skiptust liðin á að ná í forystu sem entist þó alltaf stutt. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 11-11. Það mátti því búast við að síðari hálfleikur yrði álíka spennandi en Framkonur voru á öðru máli og mættu í allt öðrum gír til seinni hálfleiks. Í upphafi þeim síðari skoruðu liðin tvö mörk hvort en eftir það skildu leiðir. Hafdís Renötudóttir hrökk í gírinn í marki Fram og varði hvert skotið á fætur öðru. Í fyrri hálfleik hafði hún varið þrjú skot en áður en 10 mínútu voru liðnar af þeim síðari hafði hún varið sex skot og þá níu í heildina. Framkonur gengu á lagið og þegar um korter lifði leiks var munurinn orðinn 8 mörk og á þeim tímapunkti höfðu heimakonur aðeins skorað tvö mörk. Það var því ekki spurning hvor meginn sigurinn myndi enda heldur bara hversu stór sigur gestanna yrði. Heimakonur reyndu hvað þær gátu en voru langt frá sínum besta degi á meðan gestirnir léku á alls oddi. Lokatölur 21-28 og Framkonur lyfta fyrsta titli tímabilsins og eru Meistarar Meistaranna. Af hverju vann Fram ? Eftir jafnan fyrri hálfleik sýndu Framkonur úr því hvað þær eru gerðar. Markvörslur Hafdísar í upphafi seinni hálfleiksins skiptu sköpum en þær gáfu gestunum mikið sjálfstraust á meðan þessar sömu markvörslur drógu allar vígtennur úr KA/Þór. Allt lið Fram steig upp í kjölfar góðrar markvörslu og gengu á lagið. Frábær seinni hálfleikur hjá Fram. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir var frábær í markinu hjá Fram í seinni hálfleik, var með 41% markvörslu eða 13 skot í heildina. Emma Olsson sem kom til Fram fyrir tímabilið var mögnuð í dag bæði í vörn og sókn. Var sömuleiðis markahæst á vellinum með 8 mörk auk þess að næla í nokkur vítaköst. Þá var fyrirliðin Þórey Rósa og Karen Knútsdóttir góðar en þær skoruðu hvor um sig sex mörk. Martha Hermannsdóttir og Rakel Sara voru markahæstar hjá heimakonum með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? Það gekk ekkert upp hjá heimakonum í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var mjög dapur framan af í seinni hálfleik, margir tapaðir boltar og léleg skot og þá var vörnin ekki til útflutnings, þær áttuu í þvílíkum vandræðum með Emmu Olsson inn á línunni. Hvað gerist næst? Það styttist í það að tímabilið hefjist. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik og fer sá leikur fram 18. september. Daginn eftir eða þann 19. september fær Fram góða heimsókn þegar þær eiga leik við Stjörnuna. Fyrst er þó framundan bikarhelgin. Stefán Arnarson: Þurfum að komast á malbikið þá verð ég glaður Stefán Arnarson, þjálfari Fram.VÍSIR/HAG „Við spiluðum mjög vel bæði varnarlega og sóknarlega. Það má bara segja að við höfum spilað virkilega góðan leik í dag sem skóp þennan góða sigur, sagði Stefán Arnarson ánægður með 21-28 sigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Fram er Meistari meistarannna þetta tímabilið. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en gestirnir settu í annan gír í þeim síðari. „Það var mjög jafnt í fyrri hálfleik en í stöðunni 17-14 fengu við tvö dauðafæri til að fara í 18 eða 19 mörk en við nýtum þau ekki en það kom ekki að sök. Vinnum mjög góða sigur í dag. Frábær markvarsla frá Hafdísi í upphafi seinni hálfleiks og þá minnkaði sjálfstraustið hjá KA/Þór og það skipti bara máli.“ Emma Olsson er nýr leikmaður hjá Fram og átti frábæran leik í dag. 8 mörk og lét vel finna fyrir sér inn á línunni. „Hún spilaði auðvitað frábæran leik og raun bara eins og allt liðið. Þegar allt liðið spilar vel þá er alltaf einhver sem er að spila aðeins betri en aðrar og það var hennar hlutverk í dag en í raun fannst mér bara allt liðið gott í dag.“ Stefán er spenntur fyrir tímabilinu en finnst vanta aðeins upp á þannig liðið sé klárt í mótið. „Mér líst vel á tímabilið en ég sagði fyrir leikinn að við værum á malarvegi og þar erum við ennþá þrátt fyrir góðan leik. Við þurfum að koma okkur á malbikið og þegar það gerist þá verð ég glaður.“ Spurður út í hvað þýddi að vera á malarvegi var þetta svarið, „Liðið er ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera en við eigum eftir að komast á þann stað.“ Andri Snær Stefánsson: Seinni hálfleikur ekki í takt við það sem við getum Andri Snær Stefánsson, þjálfari norðankvenna. „Fyrst og fremst sárt að tapa leiknum svona en mig langar að byrja á því að óska Fram til hamingju með sigurinn. Þær spiluðu frábærlega og voru bara betri í dag. Þær áttu sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Andri Snær þjálfari KA/Þór eftir vont tap á móti Fram í KA heimilinu í dag, 21-28 Það má segja að heimakonur hafi varla mætt til leiks í seinni hálfleik. „Í fyrri hálfleik var ég ekki ánægður með margt eins og t.d. að við vorum með of marga tapaða bolta og hlupum stundum ekki nógu vel til baka. Mér fannst við þannig eiga ákveðna þætti inni sem við ætluðum að laga í seinni hálfleik en seinni hálfleikurinn var svo bara arfa slakur af okkar hálfu. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða virkilega vel. Það var sama hvað við reyndum sóknarlega, við vorum ekki góðar og varnarlega varð algjört hrun. Þannig að við áttum ekkert skilið í þessum leik. Það er bara svoleiðis.“ „Við vinnum sem lið og við töpum sem lið þannig er það bara alltaf hjá okkur. Við töpuðum ekki mörgum leikjum í fyrra og nú þurfum við bara að nota þennan leik fyrst og fremst sem undirbúning fyrir tímabilið. Það er bikarkeppnin næstu helgi og við ætlum að nota ákveðna hluti í þessum leik sem við ætlum að laga og bæta okkur. Því við eigum fullt af hlutum inni og við verðum að gera betur.“ KA/Þór vann allt sem hægt var að vinna í fyrra og það nokkuð óvænt. Andri var spurður út í pressuna fyrir þetta tímabil sem er án efa önnur en hún var fyrir síðasta tímabil. „Það verður auðvitað horft öðruvísi á KA/Þór liðið fyrir þetta tímabil heldur en það síðasta. Það er bara áskorun fyrir okkur, skemmtileg verkefni að nálgast tímabilið sem meistarar. Það á fyrst og fremst að gefa okkur sjálfstraust. Þessi seinni hálfleikur í dag var ekki í takt við það sem við vitum að við getum og við vitum að við stöndum fyrir. Þetta var vondur dagur en það verða fullt af flottum leikjum hjá KA/Þór liðinu í vetur.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram
KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mætust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað. Fram skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir skoruðu þau mörk. Það tók heimakonur um 5 mínútur að skora sitt fyrsta mark og var þar að verki Hulda Bryndís. KA/Þór konur náðu svo að jafna í 2-2 stuttu síðar. Eftir það var leikurinn í algjörum járnum, munaði mest tveimur mörkum þegar heimakonur komust í 6-4 á 11. mínútu. Annars var jafnt á öllum tölum og skiptust liðin á að ná í forystu sem entist þó alltaf stutt. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 11-11. Það mátti því búast við að síðari hálfleikur yrði álíka spennandi en Framkonur voru á öðru máli og mættu í allt öðrum gír til seinni hálfleiks. Í upphafi þeim síðari skoruðu liðin tvö mörk hvort en eftir það skildu leiðir. Hafdís Renötudóttir hrökk í gírinn í marki Fram og varði hvert skotið á fætur öðru. Í fyrri hálfleik hafði hún varið þrjú skot en áður en 10 mínútu voru liðnar af þeim síðari hafði hún varið sex skot og þá níu í heildina. Framkonur gengu á lagið og þegar um korter lifði leiks var munurinn orðinn 8 mörk og á þeim tímapunkti höfðu heimakonur aðeins skorað tvö mörk. Það var því ekki spurning hvor meginn sigurinn myndi enda heldur bara hversu stór sigur gestanna yrði. Heimakonur reyndu hvað þær gátu en voru langt frá sínum besta degi á meðan gestirnir léku á alls oddi. Lokatölur 21-28 og Framkonur lyfta fyrsta titli tímabilsins og eru Meistarar Meistaranna. Af hverju vann Fram ? Eftir jafnan fyrri hálfleik sýndu Framkonur úr því hvað þær eru gerðar. Markvörslur Hafdísar í upphafi seinni hálfleiksins skiptu sköpum en þær gáfu gestunum mikið sjálfstraust á meðan þessar sömu markvörslur drógu allar vígtennur úr KA/Þór. Allt lið Fram steig upp í kjölfar góðrar markvörslu og gengu á lagið. Frábær seinni hálfleikur hjá Fram. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir var frábær í markinu hjá Fram í seinni hálfleik, var með 41% markvörslu eða 13 skot í heildina. Emma Olsson sem kom til Fram fyrir tímabilið var mögnuð í dag bæði í vörn og sókn. Var sömuleiðis markahæst á vellinum með 8 mörk auk þess að næla í nokkur vítaköst. Þá var fyrirliðin Þórey Rósa og Karen Knútsdóttir góðar en þær skoruðu hvor um sig sex mörk. Martha Hermannsdóttir og Rakel Sara voru markahæstar hjá heimakonum með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? Það gekk ekkert upp hjá heimakonum í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var mjög dapur framan af í seinni hálfleik, margir tapaðir boltar og léleg skot og þá var vörnin ekki til útflutnings, þær áttuu í þvílíkum vandræðum með Emmu Olsson inn á línunni. Hvað gerist næst? Það styttist í það að tímabilið hefjist. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik og fer sá leikur fram 18. september. Daginn eftir eða þann 19. september fær Fram góða heimsókn þegar þær eiga leik við Stjörnuna. Fyrst er þó framundan bikarhelgin. Stefán Arnarson: Þurfum að komast á malbikið þá verð ég glaður Stefán Arnarson, þjálfari Fram.VÍSIR/HAG „Við spiluðum mjög vel bæði varnarlega og sóknarlega. Það má bara segja að við höfum spilað virkilega góðan leik í dag sem skóp þennan góða sigur, sagði Stefán Arnarson ánægður með 21-28 sigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Fram er Meistari meistarannna þetta tímabilið. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en gestirnir settu í annan gír í þeim síðari. „Það var mjög jafnt í fyrri hálfleik en í stöðunni 17-14 fengu við tvö dauðafæri til að fara í 18 eða 19 mörk en við nýtum þau ekki en það kom ekki að sök. Vinnum mjög góða sigur í dag. Frábær markvarsla frá Hafdísi í upphafi seinni hálfleiks og þá minnkaði sjálfstraustið hjá KA/Þór og það skipti bara máli.“ Emma Olsson er nýr leikmaður hjá Fram og átti frábæran leik í dag. 8 mörk og lét vel finna fyrir sér inn á línunni. „Hún spilaði auðvitað frábæran leik og raun bara eins og allt liðið. Þegar allt liðið spilar vel þá er alltaf einhver sem er að spila aðeins betri en aðrar og það var hennar hlutverk í dag en í raun fannst mér bara allt liðið gott í dag.“ Stefán er spenntur fyrir tímabilinu en finnst vanta aðeins upp á þannig liðið sé klárt í mótið. „Mér líst vel á tímabilið en ég sagði fyrir leikinn að við værum á malarvegi og þar erum við ennþá þrátt fyrir góðan leik. Við þurfum að koma okkur á malbikið og þegar það gerist þá verð ég glaður.“ Spurður út í hvað þýddi að vera á malarvegi var þetta svarið, „Liðið er ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera en við eigum eftir að komast á þann stað.“ Andri Snær Stefánsson: Seinni hálfleikur ekki í takt við það sem við getum Andri Snær Stefánsson, þjálfari norðankvenna. „Fyrst og fremst sárt að tapa leiknum svona en mig langar að byrja á því að óska Fram til hamingju með sigurinn. Þær spiluðu frábærlega og voru bara betri í dag. Þær áttu sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Andri Snær þjálfari KA/Þór eftir vont tap á móti Fram í KA heimilinu í dag, 21-28 Það má segja að heimakonur hafi varla mætt til leiks í seinni hálfleik. „Í fyrri hálfleik var ég ekki ánægður með margt eins og t.d. að við vorum með of marga tapaða bolta og hlupum stundum ekki nógu vel til baka. Mér fannst við þannig eiga ákveðna þætti inni sem við ætluðum að laga í seinni hálfleik en seinni hálfleikurinn var svo bara arfa slakur af okkar hálfu. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða virkilega vel. Það var sama hvað við reyndum sóknarlega, við vorum ekki góðar og varnarlega varð algjört hrun. Þannig að við áttum ekkert skilið í þessum leik. Það er bara svoleiðis.“ „Við vinnum sem lið og við töpum sem lið þannig er það bara alltaf hjá okkur. Við töpuðum ekki mörgum leikjum í fyrra og nú þurfum við bara að nota þennan leik fyrst og fremst sem undirbúning fyrir tímabilið. Það er bikarkeppnin næstu helgi og við ætlum að nota ákveðna hluti í þessum leik sem við ætlum að laga og bæta okkur. Því við eigum fullt af hlutum inni og við verðum að gera betur.“ KA/Þór vann allt sem hægt var að vinna í fyrra og það nokkuð óvænt. Andri var spurður út í pressuna fyrir þetta tímabil sem er án efa önnur en hún var fyrir síðasta tímabil. „Það verður auðvitað horft öðruvísi á KA/Þór liðið fyrir þetta tímabil heldur en það síðasta. Það er bara áskorun fyrir okkur, skemmtileg verkefni að nálgast tímabilið sem meistarar. Það á fyrst og fremst að gefa okkur sjálfstraust. Þessi seinni hálfleikur í dag var ekki í takt við það sem við vitum að við getum og við vitum að við stöndum fyrir. Þetta var vondur dagur en það verða fullt af flottum leikjum hjá KA/Þór liðinu í vetur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti