Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs Snorri Másson skrifar 5. september 2021 19:30 Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður var sem betur fer á ferð um Kleifarheiði í gærkvöldi. Vísir Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni. Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum. Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum.
Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50