Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. september 2021 12:31 Þeir Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson eru gestir í tuttugasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. Felix Bergsson er leikari, söngvari, útvarpsmaður, Eurovision spekingur, ásamt því að hafa á sínum tíma talað inn á allar vinsælustu Disney myndir allra tíma. Hans betri helmingur, Baldur Þórhallsson, er stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, ásamt því að reka ferðaþjónustufyrirtækið Hellarnir við Hellu á Suðurlandi. Þeir Felix og Baldur voru gestir í tuttugasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þeir frá því þegar þeir hittust fyrst á bókasafni Samtakanna '78 örlagaríkan dag í janúar árið 1996. „Við sátum á bókasafninu. Það var nú ekki stórt, þetta var bara kytra. Minna en þetta herbergi og lágt til lofts en við þorðum ekki fyrir okkar litla líf að tala við hvorn annan,“ lýsir Baldur þeirra fyrstu kynnum. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ „Svo heyri ég mánuði síðar að Felix sagði að hann væri að fara upp á 22 sem var þá skemmtistaður samkynhneigðra. Ég var nýkominn út úr skápnum og hafði aldrei fyrir mitt litla líf þorað inn á þennan stað, aldrei. Samt var ég orðinn tuttugu og átta ára.“ Þrátt fyrir feimni vissi Baldur hvað hann vildi og ákvað að láta þetta tækifæri ekki renna úr greipum sér. Hann fór heim og skipti um föt, gekk inn á skemmtistaðinn, fann Felix og sagði hæ. Síðan var ekki aftur snúið. „Ég gleymi ekki þessum morgni eftir, því að ég horfði á símanúmerið hans með svona fimm mínútna millibili og „hugsaði hvenær er liðið nógu langt til þess að ég megi hringja“. Svo hringdi ég í hádeginu og svo hittumst við þetta kvöld,“ segir Felix. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja,“ segir Baldur þá. Þeir segjast báðir hafa áttað sig á því þetta örlagaríkakvöld á 22 að þetta væri hin eina sanna ást. Þeir deildu sameiginlegri reynslu, persónuleikar þeirra smullu saman og þeir fundu að þetta var rétt. „Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn“ Báðir áttu þeir börn úr fyrra sambandi, þau Álfrúnu Perlu og Guðmund, og segja þeir það hafa gengið vel að sameina fjölskyldurnar. „Við komum af fjöllum þegar við heyrum af systkinum sem slást og rífast. Það var aldrei neinn slíkur pirringur þarna á milli,“ segir Felix. Hann segir það frekar hafa verið ytra umhverfið sem hafi verið að skipta sér að og reynt að skapa þrýsting. „Fólk fór að skipta sér að því hvað þau kölluðu okkur. Mátti Álfrún Perla kalla mig pabba eða mátti Guðmundur kalla Baldur pabba? Fólk fór einhvern veginn að skilgreina þetta fyrir börnunum á meðan við sögðum alltaf að börnin verða sjálf að fá að ákveða hvað þau vilja kalla okkur. Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn.“ Felix segir fallega sögu af því þegar vinkona Álfrúnar Perlu sagði móður sinni að hún hafi verið að leika heima hjá Álfrúnu Perlu og Felix pabbi hennar hafi verið þar. Þá hafi móðir stúlkunnar sagt „Nei Felix er ekki pabbi Álfrúnar Perlu, Baldur er pabbi Álfrúnar Perlu“. Þá hafi stúlkan svarað „Nei mamma Álfrún Perla á tvo pabba.“ Lausir við kynbundna verkaskiptingu Felix og Baldur virka sérstaklega vel saman og að innan heimilisins ganga þeir báðir jafnt í öll verk. Þeir segjast gjarnan fá spurninguna hvor sé karlinn og hvor sé konan í sambandinu. Þeir segjast ekkert tengja við slíkan hugsunarhátt. „Við erum alveg lausir við allt þetta karl- og kvenna og þetta að karlinn verður að gera jafn mikið og konan. Við höfum bara einhvern veginn þurft að finna bara sjálfir út úr þessu,“ Baldur. „Það sem er kannski svolítið frelsandi við að vera í samkynhneigðu sambandi er að það er ekki þessi krafa að búa til einhverja verkaskiptingu eða kynjaskiptingu.“ Í þættinum segja þeir einnig frá háskaför á Baulu, ferðalögum sínum erlendis og crossfit áhuganum. Þá ræða þeir einnig afahlutverkið, Eurovision og Disney talsetningar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Felix og Baldur í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Felix Bergsson er leikari, söngvari, útvarpsmaður, Eurovision spekingur, ásamt því að hafa á sínum tíma talað inn á allar vinsælustu Disney myndir allra tíma. Hans betri helmingur, Baldur Þórhallsson, er stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, ásamt því að reka ferðaþjónustufyrirtækið Hellarnir við Hellu á Suðurlandi. Þeir Felix og Baldur voru gestir í tuttugasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þeir frá því þegar þeir hittust fyrst á bókasafni Samtakanna '78 örlagaríkan dag í janúar árið 1996. „Við sátum á bókasafninu. Það var nú ekki stórt, þetta var bara kytra. Minna en þetta herbergi og lágt til lofts en við þorðum ekki fyrir okkar litla líf að tala við hvorn annan,“ lýsir Baldur þeirra fyrstu kynnum. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ „Svo heyri ég mánuði síðar að Felix sagði að hann væri að fara upp á 22 sem var þá skemmtistaður samkynhneigðra. Ég var nýkominn út úr skápnum og hafði aldrei fyrir mitt litla líf þorað inn á þennan stað, aldrei. Samt var ég orðinn tuttugu og átta ára.“ Þrátt fyrir feimni vissi Baldur hvað hann vildi og ákvað að láta þetta tækifæri ekki renna úr greipum sér. Hann fór heim og skipti um föt, gekk inn á skemmtistaðinn, fann Felix og sagði hæ. Síðan var ekki aftur snúið. „Ég gleymi ekki þessum morgni eftir, því að ég horfði á símanúmerið hans með svona fimm mínútna millibili og „hugsaði hvenær er liðið nógu langt til þess að ég megi hringja“. Svo hringdi ég í hádeginu og svo hittumst við þetta kvöld,“ segir Felix. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja,“ segir Baldur þá. Þeir segjast báðir hafa áttað sig á því þetta örlagaríkakvöld á 22 að þetta væri hin eina sanna ást. Þeir deildu sameiginlegri reynslu, persónuleikar þeirra smullu saman og þeir fundu að þetta var rétt. „Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn“ Báðir áttu þeir börn úr fyrra sambandi, þau Álfrúnu Perlu og Guðmund, og segja þeir það hafa gengið vel að sameina fjölskyldurnar. „Við komum af fjöllum þegar við heyrum af systkinum sem slást og rífast. Það var aldrei neinn slíkur pirringur þarna á milli,“ segir Felix. Hann segir það frekar hafa verið ytra umhverfið sem hafi verið að skipta sér að og reynt að skapa þrýsting. „Fólk fór að skipta sér að því hvað þau kölluðu okkur. Mátti Álfrún Perla kalla mig pabba eða mátti Guðmundur kalla Baldur pabba? Fólk fór einhvern veginn að skilgreina þetta fyrir börnunum á meðan við sögðum alltaf að börnin verða sjálf að fá að ákveða hvað þau vilja kalla okkur. Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn.“ Felix segir fallega sögu af því þegar vinkona Álfrúnar Perlu sagði móður sinni að hún hafi verið að leika heima hjá Álfrúnu Perlu og Felix pabbi hennar hafi verið þar. Þá hafi móðir stúlkunnar sagt „Nei Felix er ekki pabbi Álfrúnar Perlu, Baldur er pabbi Álfrúnar Perlu“. Þá hafi stúlkan svarað „Nei mamma Álfrún Perla á tvo pabba.“ Lausir við kynbundna verkaskiptingu Felix og Baldur virka sérstaklega vel saman og að innan heimilisins ganga þeir báðir jafnt í öll verk. Þeir segjast gjarnan fá spurninguna hvor sé karlinn og hvor sé konan í sambandinu. Þeir segjast ekkert tengja við slíkan hugsunarhátt. „Við erum alveg lausir við allt þetta karl- og kvenna og þetta að karlinn verður að gera jafn mikið og konan. Við höfum bara einhvern veginn þurft að finna bara sjálfir út úr þessu,“ Baldur. „Það sem er kannski svolítið frelsandi við að vera í samkynhneigðu sambandi er að það er ekki þessi krafa að búa til einhverja verkaskiptingu eða kynjaskiptingu.“ Í þættinum segja þeir einnig frá háskaför á Baulu, ferðalögum sínum erlendis og crossfit áhuganum. Þá ræða þeir einnig afahlutverkið, Eurovision og Disney talsetningar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Felix og Baldur í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira