Hvað á dýravinur að kjósa? Valgerður Árnadóttir skrifar 6. september 2021 11:32 Píratar eru græn hreyfing og fá hæstu einkunn Sólarinnar, kvarða Ungra umhverfissinna, um umhverfis- og loftslagsstefnur allra flokka í framboði til alþingiskosninga. En það sem fáir vita og sennilega enginn er að mæla er hvar er helst að finna grænkeravænar stefnur. Hvar standa flokkarnir þegar kemur að dýravernd og dýraeldi? Hvað á dýravinur að kjósa? Sjálf er ég grænkeri og þegar ég fór að rýna í flokkana fyrir 4 árum þá fann ég engan sem var að leggja áherslu á dýravernd. Það var varla minnst á þá staðreynd að villt dýralíf er í bráðri útrýmingarhættu vegna ágangs mannsins og hvergi minnst á slæmar aðstæður dýra í verksmiðjubúskap. Ég fann hreinlega hvað það var mikið tabú að einu sinni minnast á það. Allir flokkar voru svo hræddir um að verða óvinsælir að þeir þorðu ekki að snerta þetta málefni. En svo kynntist ég nokkrum Pírötum sem voru á sömu bylgjulengd og ég. Þau voru búin að vinna í dýravelferðarmálum og vildu gera enn betur. Í fyrsta sinn fann ég samhljóm með fólki í pólitík og ákvað að gefa Pírötum séns og afrakstur þess má sjá mörgum stefnum Pírata Landbúnaður og græn umskipti Um 13% losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er hægt að rekja beint til landbúnaðar og munar þar mest um metanropa jórturdýra. Metanið, sem er tuttugu til þrjátíu sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, verður til við iðragerjun í meltingarfærum þeirra. Um 83% losunar frá íslenskum landbúnaði skrifast á sauðfjár- og nautgripabú. Græn umskipti í matvælaframleiðslu kalla á breyttar neysluvenjur og breyttu styrkjakerfi í landbúnaði. Við ætlum að setja markmið um að draga úr neyslu á dýraafurðum, sem eru þau matvæli sem hafa stærsta vistsporið. Við styðjum þau markmið með afgerandi grænum skrefum í öllum opinberum mötuneytum. Við ætlum að tryggja bændum sem fara í græn umskipti grunnframfærslu og hvatastyrki. Þá ætlum við að stuðla að innleiðingu nýrrar tækni á borð við kjötrækt og lóðrétta ræktun, svo hún verði samkeppnishæf við önnur framleidd matvæli. VIð ætlum að endurskoða landbúnaðarstefnu með markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda að teknu tilliti til losunar frá dýrahaldi, jarðrækt, innflutningi hráefnis og tækja og samanburði við innflutta erlenda framleiðslu. Þá ætlum við að leggja af niðurgreiðslur til innlendrar matvælaframleiðslu með hátt kolefnisspor. Aukin áhersla á plöntufæði Píratar ætla jafnframt að stóraukaylrækt og jarðrækt á plöntufæði - grænmeti, korni og baunum - með hvatastyrkjum, lægra raforkuverði til grænnar framleiðslu og innleiðingu þriggja fasa raforku um allt land. Píratar telja að löggjafarvaldið eigi að móta heildræna langtímasýn um grænan landbúnað og matvælaframleiðslu, ásamt flutningi og vinnslu hráefna og matvæla fyrir neytendamarkað. Sérfræðingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála, landbúnaðarmála og matvælaþróunar skulu vera leiðandi í stefnumótunarferlinu. Þá ætlum við að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróun í vistvænum landbúnaði, frumframleiðslu matvæla og annarri matvælavinnslu á Íslandi, þannig að allir einstaklingar og fyrirtæki geti sótt hvatastyrki til að ná árangri í að skapa blómlegan landbúnað og öflugan matvælamarkað fyrir neytendur á Íslandi. Dýravernd og dýraréttindi Við ætlum að setja ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá og varúðarákvæði í löggjöf þannig að velferð dýra njóti vafans í ákvarðanatöku er varðar dýrahald, að hagur dýranna sé ætíð hafður að leiðarljósi. Efla embætti yfirdýralæknis þannig að það geti unnið sjálfstætt að eftirliti, fræðslu, gagnaöflun og faglegri stjórnsýslu varðandi dýravelferð. Stjórnsýsla dýravelferðar skal vera óháð stjórnsýslu matvælaöryggis. Auka þarf valdheimildir til að sinna velferð dýra. Við viljum vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu landvistkerfa, sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva og snúa við jarðvegseyðingu og sporna við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Nauðsynlegt er að sporna við lausagöngu búfjár, þá sérstaklega sauðfjár, í markvissum skrefum. Þá ætlum við að endurskoða lög um villt dýr og fugla á Íslandi til að tryggja vernd þeirra. Spendýr í sjó eiga að njóta sömu verndar og spendýr á landi, þ.m.t. selir og hvalir. Banna skal veiði á villtum dýrum sem eru á válista, þ.m.t. veiði á heimskautaref, lunda, sel og hval, í samræmi við varúðarregluna. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og frambjóðandi í Reykjavík norður, hefur beitt sér fyrir þessu á þingi og mun halda áfram að gera það hljóti hann kosningu. Reglur og úrræði fyrir velferð allra húsdýra, með áherslu á alifugla, svín og loðdýra eiga að taka mið af þörfum dýranna til rýmis, loftgæða, heilsu og eðlislægra þarfa t.d. útivist. Ef ekki er unnt að mæta þörfum dýranna er ekki grundvöllur fyrir dýrahaldinu. Þá viljum við að öll loðdýrarækt verði hætt fyrir 1. janúar 2023, engin ný leyfi útgefin eða ræktun aukin á tímabilinu þar til algjört bann tekur gildi. Framtíð matvælaframleiðslu á sjávarfangi Helstu næringarefni sem við fáum úr fiski koma úr fæðunni þeirra, smáþörungum. Í þeim má finna hátt hlutfalls prótíns, lífsnauðsynlegar amínósýrur og fitusýrur, þar á meðal omega- 3,6 og 7, ásamt vítamínum. Smáþörungar eru ofurfæða og Píratar vilja efla rannsóknir og þróun á smáþörungum til neyslu. Þróun fiskeldis við Ísland er komin í óefni. Fiskeldi er ekki framtíð matvælaframleiðslu og umgjörð starfseminnar þarf að taka mið af því. Píratar vilja takmarka mjög leyfisveitingar á sjókvíaeldi og sjá til þess að það eldi sem nú fer fram í opnum kvíum verði flutt í lokaðar kvíar hið fyrsta eða verði gert að hætta starfssemi. Ef Íslendingar ætla sér að halda áfram að stunda fiskeldi gera Píratar þá lágmarkskröfu að það fari fram á landi. Kjötrækt Talandi um framtíðina: Píratar ætla að styðja fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að leita nýrra leiða í umhverfisvænni matvælaframleiðslu sem felur ekki í sér dýraeldi. Til að mynda ætlum við að efla rannsóknir og þróun á kjötrækt, aðferð til þess að búa til kjöt án þess að slátra þurfi dýri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður, hefur barist fyrir aukinni áherslu á kjötrækt hér á landi og hefur gert þingsályktunartillögur til að þetta verði að veruleika. Kjötrækt er einfaldlega framtíðin. „Tilhugsun sem mörgum þykir kannski furðuleg í dag, en tæknin er þegar til staðar og henni fleygir hratt fram,“ eins og Björn Leví skrifaði á dögunum. Árangur í meirihlutasamstarfi Pírata í Reykjavík Þegar Píratar gengu í meirihlutasamstarf í Reykjavíkurborg árið 2018 var eitt af skilyrðunum að innleidd yrði Matarstefna Reykjavíkurborgar. Í stefnunni má finna markmið um aukna fæðu úr jurtaríkinu í mötuneytum borgarinnar. Ein af aðgerðum til að ná því markmiði er að grænkeraréttir eða grænkeraútgáfa af rétti dagsins, standi til boða í öllum stærri mötuneytum borgarinnar og að kolefnisspor matvæla skuli mælt og miðlað. Hugmynd Halldórs Auðar Svanssonar, fyrrv. borgarfulltrúa og núverandi 3. sæti á lista Reykjavík Suður, um Dýraþjónustu Reykjavíkur varð jafnframt að veruleika í kjölfar þess að við Píratar komum henni í meirihlutasáttmála 2018 og hefur hún tekið til starfa í Reykjavík. Dýraþjónustan (DÝR) ber ábyrgð á neyðarsíma, eftirliti með dýrahaldi og villtum dýrum í borginni, þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Vegna þessarar vinnu hafa hundagjöld lækkað um helming, hundahald verið formlega leyft, stutt veglega við uppbyggingu hundagerða, hundaeftirlitið hefur verið lagt niður og málefni katta færð frá meindýraeyði til DÝR. Samhliða er verið að þróa áfram Húsdýragarðinn svo hann verði rekinn að fyrirmynd dýraathvarfa í stað fyrri stefnu um „bóndabýli í bæ,“ selalaugin verður stækkuð til að betur fari um selina sem þar eru fyrir. Það á þó hvorki að láta þá seli fjölga sér né veiða nýja seli til búsetu þar, í framtíðinni verður laugin notuð fyrir dýr í neyð eins og kópinn Kára. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi Pírata, kom því í gegn sem finna má í stefnu okkar að selir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík og jafnframt að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borgarinnar. Flokkur aðgerða Það sem ég týni til hér að ofan er tekið beint úr samþykktum stefnum Pírata sem má kynna sér betur hér: Umhverfis- og loftslagsstefna, Dýrahald og velferð dýra, Fiskeldisstefna, Matvæla- og landbúnaðarstefna, Stefna um dýraþjónustu og Dýravelferð- Reykjavíkurborg.Það er ekki í boði fyrir flokka sem kalla sig græn og vilja láta taka sig alvarlega að leggja ekki áherslu á breytt landbúnaðarstyrkjakerfi með hliðsjón af breyttum matarvenjum. Það vita það allir að slíkar áherslur breytast ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum sem fengu falleinkunn í mati Sólarinnar. Ég er grænkeri og hagsmunir náttúru og dýra eru mitt leiðarljós. Ég á heima í Pírötum vegna þess að flokkurinn leggur raunverulega áherslu á þessi mál, sem sést t.d. í því að loftslagsmál, náttúru- og dýravernd eru hluti af sjálfri efnahagsstefnu flokksins. Vegna þess og fólksins sem ég hef kynnst og starfað með síðastliðin 4 ár þá treysti ég Pírötum best til að grípa til raunverulegra aðgerða í málaflokknum. Höfundur er í 4. sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi Norður og annar varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Dýraheilbrigði Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Píratar eru græn hreyfing og fá hæstu einkunn Sólarinnar, kvarða Ungra umhverfissinna, um umhverfis- og loftslagsstefnur allra flokka í framboði til alþingiskosninga. En það sem fáir vita og sennilega enginn er að mæla er hvar er helst að finna grænkeravænar stefnur. Hvar standa flokkarnir þegar kemur að dýravernd og dýraeldi? Hvað á dýravinur að kjósa? Sjálf er ég grænkeri og þegar ég fór að rýna í flokkana fyrir 4 árum þá fann ég engan sem var að leggja áherslu á dýravernd. Það var varla minnst á þá staðreynd að villt dýralíf er í bráðri útrýmingarhættu vegna ágangs mannsins og hvergi minnst á slæmar aðstæður dýra í verksmiðjubúskap. Ég fann hreinlega hvað það var mikið tabú að einu sinni minnast á það. Allir flokkar voru svo hræddir um að verða óvinsælir að þeir þorðu ekki að snerta þetta málefni. En svo kynntist ég nokkrum Pírötum sem voru á sömu bylgjulengd og ég. Þau voru búin að vinna í dýravelferðarmálum og vildu gera enn betur. Í fyrsta sinn fann ég samhljóm með fólki í pólitík og ákvað að gefa Pírötum séns og afrakstur þess má sjá mörgum stefnum Pírata Landbúnaður og græn umskipti Um 13% losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er hægt að rekja beint til landbúnaðar og munar þar mest um metanropa jórturdýra. Metanið, sem er tuttugu til þrjátíu sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, verður til við iðragerjun í meltingarfærum þeirra. Um 83% losunar frá íslenskum landbúnaði skrifast á sauðfjár- og nautgripabú. Græn umskipti í matvælaframleiðslu kalla á breyttar neysluvenjur og breyttu styrkjakerfi í landbúnaði. Við ætlum að setja markmið um að draga úr neyslu á dýraafurðum, sem eru þau matvæli sem hafa stærsta vistsporið. Við styðjum þau markmið með afgerandi grænum skrefum í öllum opinberum mötuneytum. Við ætlum að tryggja bændum sem fara í græn umskipti grunnframfærslu og hvatastyrki. Þá ætlum við að stuðla að innleiðingu nýrrar tækni á borð við kjötrækt og lóðrétta ræktun, svo hún verði samkeppnishæf við önnur framleidd matvæli. VIð ætlum að endurskoða landbúnaðarstefnu með markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda að teknu tilliti til losunar frá dýrahaldi, jarðrækt, innflutningi hráefnis og tækja og samanburði við innflutta erlenda framleiðslu. Þá ætlum við að leggja af niðurgreiðslur til innlendrar matvælaframleiðslu með hátt kolefnisspor. Aukin áhersla á plöntufæði Píratar ætla jafnframt að stóraukaylrækt og jarðrækt á plöntufæði - grænmeti, korni og baunum - með hvatastyrkjum, lægra raforkuverði til grænnar framleiðslu og innleiðingu þriggja fasa raforku um allt land. Píratar telja að löggjafarvaldið eigi að móta heildræna langtímasýn um grænan landbúnað og matvælaframleiðslu, ásamt flutningi og vinnslu hráefna og matvæla fyrir neytendamarkað. Sérfræðingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála, landbúnaðarmála og matvælaþróunar skulu vera leiðandi í stefnumótunarferlinu. Þá ætlum við að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróun í vistvænum landbúnaði, frumframleiðslu matvæla og annarri matvælavinnslu á Íslandi, þannig að allir einstaklingar og fyrirtæki geti sótt hvatastyrki til að ná árangri í að skapa blómlegan landbúnað og öflugan matvælamarkað fyrir neytendur á Íslandi. Dýravernd og dýraréttindi Við ætlum að setja ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá og varúðarákvæði í löggjöf þannig að velferð dýra njóti vafans í ákvarðanatöku er varðar dýrahald, að hagur dýranna sé ætíð hafður að leiðarljósi. Efla embætti yfirdýralæknis þannig að það geti unnið sjálfstætt að eftirliti, fræðslu, gagnaöflun og faglegri stjórnsýslu varðandi dýravelferð. Stjórnsýsla dýravelferðar skal vera óháð stjórnsýslu matvælaöryggis. Auka þarf valdheimildir til að sinna velferð dýra. Við viljum vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu landvistkerfa, sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva og snúa við jarðvegseyðingu og sporna við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Nauðsynlegt er að sporna við lausagöngu búfjár, þá sérstaklega sauðfjár, í markvissum skrefum. Þá ætlum við að endurskoða lög um villt dýr og fugla á Íslandi til að tryggja vernd þeirra. Spendýr í sjó eiga að njóta sömu verndar og spendýr á landi, þ.m.t. selir og hvalir. Banna skal veiði á villtum dýrum sem eru á válista, þ.m.t. veiði á heimskautaref, lunda, sel og hval, í samræmi við varúðarregluna. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og frambjóðandi í Reykjavík norður, hefur beitt sér fyrir þessu á þingi og mun halda áfram að gera það hljóti hann kosningu. Reglur og úrræði fyrir velferð allra húsdýra, með áherslu á alifugla, svín og loðdýra eiga að taka mið af þörfum dýranna til rýmis, loftgæða, heilsu og eðlislægra þarfa t.d. útivist. Ef ekki er unnt að mæta þörfum dýranna er ekki grundvöllur fyrir dýrahaldinu. Þá viljum við að öll loðdýrarækt verði hætt fyrir 1. janúar 2023, engin ný leyfi útgefin eða ræktun aukin á tímabilinu þar til algjört bann tekur gildi. Framtíð matvælaframleiðslu á sjávarfangi Helstu næringarefni sem við fáum úr fiski koma úr fæðunni þeirra, smáþörungum. Í þeim má finna hátt hlutfalls prótíns, lífsnauðsynlegar amínósýrur og fitusýrur, þar á meðal omega- 3,6 og 7, ásamt vítamínum. Smáþörungar eru ofurfæða og Píratar vilja efla rannsóknir og þróun á smáþörungum til neyslu. Þróun fiskeldis við Ísland er komin í óefni. Fiskeldi er ekki framtíð matvælaframleiðslu og umgjörð starfseminnar þarf að taka mið af því. Píratar vilja takmarka mjög leyfisveitingar á sjókvíaeldi og sjá til þess að það eldi sem nú fer fram í opnum kvíum verði flutt í lokaðar kvíar hið fyrsta eða verði gert að hætta starfssemi. Ef Íslendingar ætla sér að halda áfram að stunda fiskeldi gera Píratar þá lágmarkskröfu að það fari fram á landi. Kjötrækt Talandi um framtíðina: Píratar ætla að styðja fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að leita nýrra leiða í umhverfisvænni matvælaframleiðslu sem felur ekki í sér dýraeldi. Til að mynda ætlum við að efla rannsóknir og þróun á kjötrækt, aðferð til þess að búa til kjöt án þess að slátra þurfi dýri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður, hefur barist fyrir aukinni áherslu á kjötrækt hér á landi og hefur gert þingsályktunartillögur til að þetta verði að veruleika. Kjötrækt er einfaldlega framtíðin. „Tilhugsun sem mörgum þykir kannski furðuleg í dag, en tæknin er þegar til staðar og henni fleygir hratt fram,“ eins og Björn Leví skrifaði á dögunum. Árangur í meirihlutasamstarfi Pírata í Reykjavík Þegar Píratar gengu í meirihlutasamstarf í Reykjavíkurborg árið 2018 var eitt af skilyrðunum að innleidd yrði Matarstefna Reykjavíkurborgar. Í stefnunni má finna markmið um aukna fæðu úr jurtaríkinu í mötuneytum borgarinnar. Ein af aðgerðum til að ná því markmiði er að grænkeraréttir eða grænkeraútgáfa af rétti dagsins, standi til boða í öllum stærri mötuneytum borgarinnar og að kolefnisspor matvæla skuli mælt og miðlað. Hugmynd Halldórs Auðar Svanssonar, fyrrv. borgarfulltrúa og núverandi 3. sæti á lista Reykjavík Suður, um Dýraþjónustu Reykjavíkur varð jafnframt að veruleika í kjölfar þess að við Píratar komum henni í meirihlutasáttmála 2018 og hefur hún tekið til starfa í Reykjavík. Dýraþjónustan (DÝR) ber ábyrgð á neyðarsíma, eftirliti með dýrahaldi og villtum dýrum í borginni, þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Vegna þessarar vinnu hafa hundagjöld lækkað um helming, hundahald verið formlega leyft, stutt veglega við uppbyggingu hundagerða, hundaeftirlitið hefur verið lagt niður og málefni katta færð frá meindýraeyði til DÝR. Samhliða er verið að þróa áfram Húsdýragarðinn svo hann verði rekinn að fyrirmynd dýraathvarfa í stað fyrri stefnu um „bóndabýli í bæ,“ selalaugin verður stækkuð til að betur fari um selina sem þar eru fyrir. Það á þó hvorki að láta þá seli fjölga sér né veiða nýja seli til búsetu þar, í framtíðinni verður laugin notuð fyrir dýr í neyð eins og kópinn Kára. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi Pírata, kom því í gegn sem finna má í stefnu okkar að selir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík og jafnframt að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borgarinnar. Flokkur aðgerða Það sem ég týni til hér að ofan er tekið beint úr samþykktum stefnum Pírata sem má kynna sér betur hér: Umhverfis- og loftslagsstefna, Dýrahald og velferð dýra, Fiskeldisstefna, Matvæla- og landbúnaðarstefna, Stefna um dýraþjónustu og Dýravelferð- Reykjavíkurborg.Það er ekki í boði fyrir flokka sem kalla sig græn og vilja láta taka sig alvarlega að leggja ekki áherslu á breytt landbúnaðarstyrkjakerfi með hliðsjón af breyttum matarvenjum. Það vita það allir að slíkar áherslur breytast ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum sem fengu falleinkunn í mati Sólarinnar. Ég er grænkeri og hagsmunir náttúru og dýra eru mitt leiðarljós. Ég á heima í Pírötum vegna þess að flokkurinn leggur raunverulega áherslu á þessi mál, sem sést t.d. í því að loftslagsmál, náttúru- og dýravernd eru hluti af sjálfri efnahagsstefnu flokksins. Vegna þess og fólksins sem ég hef kynnst og starfað með síðastliðin 4 ár þá treysti ég Pírötum best til að grípa til raunverulegra aðgerða í málaflokknum. Höfundur er í 4. sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi Norður og annar varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun