Kosningar, verðmætin í hafinu og hvað við getum gert betur Arnar Atlason skrifar 6. september 2021 12:00 Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar