Viðskipti innlent

Enn grímuskylda í Hagkaup vegna Tax free-daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Verslun Hagkaups í Garðabæ. 
Verslun Hagkaups í Garðabæ.  Vísir/Vilhelm

Athygli hefur vakið að grímuskylda er enn í verslunum Hagkaups en ekki í systurversluninni Bónus.

Verslanirnar heyra undir sama móðurfélagið, Haga, en rekstrarstjóri Hagkaups segir einfalda útskýringu á þessu mun.

„Vegna Tax free daga í snyrtivöru töldum við ótímabært að aflétta grímuskyldunni. Mikill fjöldi safnast saman í snyrtivörudeildum okkar á þessum dögum og þess vegna ákváðum við að bíða með að aflétta grímuskyldunni þar til þeim er lokið,“ segir Svanberg Halldórsson, rekstrarstjóri Hagkaups, í samtali við Vísi.

Tax-free dögum verslunarkeðjunnar lýkur áttunda september. Þá mun framkvæmdastjórn Hagkaups koma saman og endurmeta stöðuna að sögn Svanbergs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×