Að skipta kökunni eða stækka? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2021 12:31 Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar