Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þingrof Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2021 19:22 Frá setningu Alþingis síðasta haust. vísir/vilhelm Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum. Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira