Enski boltinn

Tottenham og Chelsea stefna á fyrsta kolefnishlutlausa leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tottenham tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham Hotspur leikvangnum þann 19. september næstkomandi.
Tottenham tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham Hotspur leikvangnum þann 19. september næstkomandi. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea stefna á fyrsta kolefnishlutlausa knattspyrnuleik heims þegar að liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni þann 19. september næstkomandi. 

Félögin vinna nú hörðum höndum að því að minnka kolefnissporið í kringum leikinn í samstarfi við sjónvarpsstöðina Sky.

Stuðningsmenn liðanna verða hvattir til að hjóla á völlinn eða nota almenningssamgöngur, og þá munu sjoppurnar á vellinum bjóða upp á fjölbreytt matvæli úr jurtaríkinu og stuðningsmennirnir hvattir til að versla sér vegan fæði.

Leikmenn liðanna munu mæta á völlinn í rútum sem ganga fyrir lífeldsneyti og á meðan leik stendur munu þeir drekka vatn úr umhverfisvænni umbúðum en ella.

Orkunotkunin í kringum leikinn er minnkuð eins og hægt er en afgangurinn verður svo veginn upp með því að styrkja fyrirtæki sem gróðursetja tré eða sjá um að hreinsa hafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×