Hver er næstur, kannski ég eða þú? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 6. september 2021 21:01 Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það markar fólk að vera rifið upp með rótum úr umhverfi sínu vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða vegna félagslegra aðstæðna. Það hefur verið sárt að fylgjast með örlögum flóttafólks síðustu árin vegna stríðsátaka og hörmunga m.a. í Miðausturlöndum og fréttir frá Afganistan vekja mann enn og aftur til umhugsunar um sára neyð fjölmargra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Íslenskir flóttamenn Fyrr á árinu fékk ég hringingu frá góðum félaga sem sagði mér að mín væri getið í nýjustu Útkallsbókinni, að ég væri „laumufarþegi“ um borð í Gjafari VE sem sigldi frá Vestmannaeyjum um miðja nótt. Eldgos var hafið í Heimaey og íbúum eyjarinnar var gert að yfirgefa hana í skyndi. Móðir mín var einn farþeganna, ófrísk af mér. Foreldrar mínir eru fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og þar bjó öll mín nánasta fjölskylda. Vegna gossins dreifðist hún um land allt. Vel var tekið á móti mínu fólki í Neskaupstað, svo vel að foreldrar mínir komust aldrei lengra þaðan en til Eskifjarðar. Alltaf var ferðinni heitið heim til Vestmannaeyja en það varð þó aldrei. Ég er að sjálfsögðu ekki að líkja stöðu minnar fjölskyldu við stöðu flóttafólks en við Íslendingar ættum að hafa allar forsendur til að sýna stöðu flóttafólks skilning. Fjölskyldusaga mín er eitt dæmi en þau eru auðvitað miklu fleiri meðal Íslendinga. Hvað voru t.d. Vesturfararnir annað en flóttafólk? Sýnum ábyrgð Af þessum ástæðum á ég erfitt með að sýna fólki skilning sem tortryggir flóttafólk og telur það ekki eiga erindi hingað. Að taka vel á móti fólki á flótta getur skipt sköpum fyrir framtíð þess og samfélagsins. Það þarf að vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum og samtímis að horfa til framtíðar; hvernig það geti byggt upp nýtt líf fyrir sig og sína, en einnig tekið þátt í okkar góða samfélagi. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að því að komast aftur heim en því miður er það ekki raunhæfur kostur fyrir alla. Mannúðleg móttaka fólks á flótta Samfylkingin hefur sett sér stefnu um þessi mál. Við viljum taka betur á móti fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi og láta af þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð á umsóknum. Flokkurinn vill að hætt verði að vísa burt barnafjölskyldum sem fest hafa hér rætur og senda fólk til óöruggra ríkja. Sýnum ábyrgð sem manneskjur og bjóðum fólk í neyð velkomið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun