Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Vatnið heldur áfram að hækka niður við þjóðveg eitt að hennar sögn og segir hún að við því megi búast í dag og á morgun og jafnvel næstu daga.
Elísabet segir ekki hafa heyrt af því að hlaupið hafi valdið skemmdum á vegakerfinu eða öðrum mannvirkjum.