Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2021 13:19 Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum en búist er við hlaupið nái hámarki þar á morgun. Vísir/Egill Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51