Innlent

Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni

Eiður Þór Árnason skrifar
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember.

Næst trúfélaga kemur Kaþólska kirkjan með 14.709 meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.040 meðlimi. Mest er fjölgunin frá 1. desember hjá Ásatrúarfélaginu og Siðmennt þar sem 279 meðlimir bættust við. Mest fækkun var í trúfélaginu Zuism eða um 202 meðlimi.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Alls voru 28.926 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. september síðastliðinn eða 7,7% landsmanna. Alls eru 58.514 manns með ótilgreinda skráningu eða 15,7%.


Tengdar fréttir

Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár fækkaði meðlimum Þjóðkirkjunnar um 75 á tímabilinu 1. desember 2020 - 1. júlí 2021. Ásatrúarfélagið bætti við sig flestum meðlimum.

Skraut­legri sögu fé­lags for­stöðu­manns Zu­ism lokið

Einkahlutafélagið RH16 sem var í eigu Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns trúfélagsins Zuism, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Það var meðal annars notað til að taka á móti fjármunum sem Ágúst Arnar er sakaður um að hafa tekið sér úr sjóðum félagsins,

Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög

Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×