Radiohead gróf upp áður óutgefið lag til að kynna nýja endurútgáfu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2021 23:22 Thom Yorke, söngvari Radiohead, á tónleikaferðalagi um Bandaríkin árið 2001, sama ár og Amnesiac kom út. John Shearer/WireImage) Breska hljómsveitin Radiohead hefur gefið út áður óútgefið lag til þess að kynna nýja endurútgafu af plötunum Kid A og Amnesiac. Hljómsveitin hefur undanfarin ár verið að kafa ofan í fjársjóðskistuna og hafa ýmsir áður faldir gullmolar litið dagsins ljós. Hljómsveitin tilkynnti í dag að þann 5. nóvember myndi sérstök endurútgáfa af plötunum koma út undir auk nýrrar plötu sem nefnt hefur verið Kid Amnesiae. Á henni má finna bæði áður óútgefin lög og hálfkláraðar útgáfur af þekktari lögum sem áður hafa verið gefin út og voru samin á sama tíma og önnur lög á Kid A og Amnesiac. Tuttugu ár frá því að Amnesiac kom út Hljómsveitin hljóðritaði plöturnar tvær á sama tíma, en ár leið á milli útgáfu þeirra. Kid A kom út árið 2000 en Amnesiac árið 2001, og fagnaði hún því tuttugu ára afmæli á árinu. Er þessi útgáfa í stíl við endurútgáfu hljómsveitarinnar á plötunni OK Computer árið 2017 en henni fylgdi aukaplata sem var uppfull af lögum sem höfðu ekki verið gefin út áður. Hljómsveitin hefur haft heldur hægt um sig frá því að A Moon Shaped Pool, síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar kom út árið 2016. Aðdáendur hljómsveitarinnar goðsagnakenndu fagna því eflaust að samhliða því að tilkynnt var um endurútgáfu Kid A og Amnesiac í dag gaf hljómsveitin út eitt af lögunum sem mun koma út á plötunni Kid Amnesia. Um er að ræða lag sem hljómsveitin samdi og vann að við upptökur á Kid A og Amnesiac. Lagið heitir If You Say the Word, en æstir aðdáendur kannast mögulega við lagið undir heitinu C-Minor Song. Minntist Ed O' Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar ítrekað á lagið í bloggi sem hann skrifaði á meðan hljómsveitin tók upp Kid A og Amnesiac. Lagið hefur þó aldrei litið dagsins ljós, fyrr en nú. Sem fyrr segir hafa meðlimir Radiohead eytt töluverðu púðri að undanförnu við það að grafa upp eldra efni. Þannig gerðu þeir mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað á síðasta ári. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og fékk vefsvæðið nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Tónlist Bretland Íslandsvinir Tengdar fréttir Radiohead opnar fjársjóðskistuna Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. 21. janúar 2020 12:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin tilkynnti í dag að þann 5. nóvember myndi sérstök endurútgáfa af plötunum koma út undir auk nýrrar plötu sem nefnt hefur verið Kid Amnesiae. Á henni má finna bæði áður óútgefin lög og hálfkláraðar útgáfur af þekktari lögum sem áður hafa verið gefin út og voru samin á sama tíma og önnur lög á Kid A og Amnesiac. Tuttugu ár frá því að Amnesiac kom út Hljómsveitin hljóðritaði plöturnar tvær á sama tíma, en ár leið á milli útgáfu þeirra. Kid A kom út árið 2000 en Amnesiac árið 2001, og fagnaði hún því tuttugu ára afmæli á árinu. Er þessi útgáfa í stíl við endurútgáfu hljómsveitarinnar á plötunni OK Computer árið 2017 en henni fylgdi aukaplata sem var uppfull af lögum sem höfðu ekki verið gefin út áður. Hljómsveitin hefur haft heldur hægt um sig frá því að A Moon Shaped Pool, síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar kom út árið 2016. Aðdáendur hljómsveitarinnar goðsagnakenndu fagna því eflaust að samhliða því að tilkynnt var um endurútgáfu Kid A og Amnesiac í dag gaf hljómsveitin út eitt af lögunum sem mun koma út á plötunni Kid Amnesia. Um er að ræða lag sem hljómsveitin samdi og vann að við upptökur á Kid A og Amnesiac. Lagið heitir If You Say the Word, en æstir aðdáendur kannast mögulega við lagið undir heitinu C-Minor Song. Minntist Ed O' Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar ítrekað á lagið í bloggi sem hann skrifaði á meðan hljómsveitin tók upp Kid A og Amnesiac. Lagið hefur þó aldrei litið dagsins ljós, fyrr en nú. Sem fyrr segir hafa meðlimir Radiohead eytt töluverðu púðri að undanförnu við það að grafa upp eldra efni. Þannig gerðu þeir mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað á síðasta ári. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og fékk vefsvæðið nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead.
Tónlist Bretland Íslandsvinir Tengdar fréttir Radiohead opnar fjársjóðskistuna Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. 21. janúar 2020 12:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Radiohead opnar fjársjóðskistuna Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. 21. janúar 2020 12:30
Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30