Búið ykkur undir grænar bólur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. september 2021 12:00 Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun