Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 21:17 Iðnaðarmenn söguðu efri hluta styttunnar af Lee af til að hægt væri að flytja hana í burtu. AP/Steve Helber Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20
Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43
Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58
Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14