Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 22:50 James Webb-geimsjónaukinn samsettur og tilbúinn fyrir geimförina. Hann verður brotinn saman eins og á myndinni á meðan á ferðalaginu stendur en á áfangastað verður breitt úr risavöxnum speglinum. NASA/Chris Gunn Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02
„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23
NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40