Afturkölluðu liprunarbréf vegna ósanninda í umsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2021 10:49 Jakob Frímann er fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins og starfaði meðal annars í sendiráðinu í Lundúnum. „Við höfum ítrekað viðurkennt að þarna voru gerð mistök og beðist afsökunar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, um svokallað „liprunarbréf“ sem ráðuneytið neyddist til að endurkalla. DV greindi frá málin í gær en í umfjöllun miðilsins kom meðal annars fram að Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, væri til skoðunar hjá lögreglunni fyrir að beitt utanríkisráðuneytið blekkingum í þeim tilgangi að koma barni úr landi. Málið er þannig vaxið að Jakob Frímann, sem hefur starfað fyrir utanríkisráðuneytið, setti sig í samband við ráðuneytið í mars 2020 og óskaði eftir liprunarbréfi til að greiða fyrir utanför barns sem var sagt honum nákomið. Í bréfinu kom fram að um væri að ræða barnaverndarmál, að barnið hefði búið við erfiðar aðstæður og þyrfti að komast til föður síns. Þá kom fram að móðirinn væri samþykk því að barnið færi utan. Með bréfinu lét Jakob Frímann fylgja enskan texta sem hann taldi eiga við og nokkrum klukkustundum síðar hafði ráðuneytið gefið út umrætt liprunarbréf, með texta Jakobs. DV birti bréf Jakobs Frímanns til utanríkisráðuneytisins. Lögregla stöðvaði för barnsins úr landi Samkvæmt DV var það hins vegar ekki rétt sem fram kom í erindi Jakobs Frímanns til ráðuneytisins. Foreldrar barnsins hefðu til að mynda komist að samkomulagi um að börn þeirra tvö færu til föðursins í apríl, ekki mars. Í gögnum málsins kemur fram að faðir barnsins bókaði ferð utan 19. mars en áður en brottfarardagur rennur upp sendir Jakob Frímann bréfið til ráðuneytisins. Það er dagsett 17. mars og liprunarbréfið gefið út samdægurs. Þá kemur fram í fundargerð ráðuneytisins frá 14. maí 2020 að daginn eftir, að kvöldi 18. mars, hafi þurft að kalla lögreglu til til að stöðva för barnsins úr landi, sem virðist þá hafa haft liprunarbréfið í fórum sínum. Á fundinum voru mættir fulltrúar ráðuneytisins og móðirin, sem lýsti meðal annars óánægju sinni með aðkomu Jakobs Frímanns að málinu og sagðist upplifa að hann, sem fyrrverandi starfsmaður ráðuneytisins og þjóðþekktur einstaklingur, hefði misbeitt áhrifum sínum. Liprunarbréfið hafði þá verið ógilt og afturkallað og utanríkisráðuneytið beðist afsökunar. Sögðu fulltrúar þess þó ekkert geta gert varðandi aðkomu Jakobs Frímanns. Afturköllun ráðuneytisins. Um 2.000 liprunarbréf gefin út vegna Covid-19 Sveinn sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður ráðuneytisins hefði verið áminntur vegna málsins. Þá þyrfti að hafa í huga við hvaða aðstæður það hefði komið upp. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt en það er ekki hægt að líta framhjá ástandinu sem ríkti,“ segir hann. Sveinn bendir á að á þessum tíma hefði kórónuveirufaraldurinn verið nýfarinn af stað og að dagana 14. til 19. mars hefði borgaraþjónusta ráðuneytisins svarað 400 erindum á dag, samanborið við 550 allt árið á undan. Landamæri hefðu verið að lokast og borgaraþjónustan verið í sambandi við 6.000 Íslendinga á fyrsta hálfa árinu frá því að faraldurinn hófst. Þá hefðu 2.000 liprunarbréf verið gefin út, til að greiða fyrir ferðum Íslendinga milli landa, og aðeins þessi einu mistök verið gerð. Jakob Frímann sendi DV yfirlýsingu vegna málsins: Undirritaður brást við beiðni um aðstoð frá nánum vinum á miklum óvissutímum í mars 2020. Barn sem er fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu var með skriflega heimild frá lögfræðingi móður sinnar um að mega heimsækja föður sinn í fjarlægu landi, kominn með farmiða í hendur og tilbúinn til farar þegar í ljós kom að þær aðstæður kynnu að skapast að honum yrði vísað aftur heim við lendingu eftir 5 tíma flug. Í ljósi þessa var mér ljúft og skylt að aðstoða við útvegun liprunarbréfs er tryggja myndi að tekið yrði á móti drengnum á áfangastað á Spáni og honum hjálpað að ná langþráðum endurfundum við föður sinn. Eins og gögn málsins sýna var til staðar skýr vilji móðurinnar til að heimila umrædda ferð. Hins vegar snerist henni hugur og drengnum var meinað að hefja för. Ferðin var sumsé ekki farin, liprunarbréfið afturkallað og við tók mikið sorgarferli og óvissutími fyrir drenginn sem leiddi til inngrips Barnaverndarnefndar. Aldrei hefði mig órað fyrir því að viðleitni mín til að hjálpa þessu fólki að koma barni klakklaust á leiðarenda skyldi leiða til þess sem mér berst nú til eyrna fyrsta sinni frá blaðamanni DV. Ekki fæst séð að nokkur glæpur hafi verið hér framinn, því síður neins konar „skjalafals“, hvað þá að nokkur skaði hafi hlotist af. Ég á þó ósk heitasta að heilar sættir náist í þeirri hörðu fjölskyldudeilu sem hér um ræðir enda eru aðilar aðilar málsins mér afar kærir. Akureyri 8. september 2021 Jakob Frímann Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef DV. Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
DV greindi frá málin í gær en í umfjöllun miðilsins kom meðal annars fram að Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, væri til skoðunar hjá lögreglunni fyrir að beitt utanríkisráðuneytið blekkingum í þeim tilgangi að koma barni úr landi. Málið er þannig vaxið að Jakob Frímann, sem hefur starfað fyrir utanríkisráðuneytið, setti sig í samband við ráðuneytið í mars 2020 og óskaði eftir liprunarbréfi til að greiða fyrir utanför barns sem var sagt honum nákomið. Í bréfinu kom fram að um væri að ræða barnaverndarmál, að barnið hefði búið við erfiðar aðstæður og þyrfti að komast til föður síns. Þá kom fram að móðirinn væri samþykk því að barnið færi utan. Með bréfinu lét Jakob Frímann fylgja enskan texta sem hann taldi eiga við og nokkrum klukkustundum síðar hafði ráðuneytið gefið út umrætt liprunarbréf, með texta Jakobs. DV birti bréf Jakobs Frímanns til utanríkisráðuneytisins. Lögregla stöðvaði för barnsins úr landi Samkvæmt DV var það hins vegar ekki rétt sem fram kom í erindi Jakobs Frímanns til ráðuneytisins. Foreldrar barnsins hefðu til að mynda komist að samkomulagi um að börn þeirra tvö færu til föðursins í apríl, ekki mars. Í gögnum málsins kemur fram að faðir barnsins bókaði ferð utan 19. mars en áður en brottfarardagur rennur upp sendir Jakob Frímann bréfið til ráðuneytisins. Það er dagsett 17. mars og liprunarbréfið gefið út samdægurs. Þá kemur fram í fundargerð ráðuneytisins frá 14. maí 2020 að daginn eftir, að kvöldi 18. mars, hafi þurft að kalla lögreglu til til að stöðva för barnsins úr landi, sem virðist þá hafa haft liprunarbréfið í fórum sínum. Á fundinum voru mættir fulltrúar ráðuneytisins og móðirin, sem lýsti meðal annars óánægju sinni með aðkomu Jakobs Frímanns að málinu og sagðist upplifa að hann, sem fyrrverandi starfsmaður ráðuneytisins og þjóðþekktur einstaklingur, hefði misbeitt áhrifum sínum. Liprunarbréfið hafði þá verið ógilt og afturkallað og utanríkisráðuneytið beðist afsökunar. Sögðu fulltrúar þess þó ekkert geta gert varðandi aðkomu Jakobs Frímanns. Afturköllun ráðuneytisins. Um 2.000 liprunarbréf gefin út vegna Covid-19 Sveinn sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður ráðuneytisins hefði verið áminntur vegna málsins. Þá þyrfti að hafa í huga við hvaða aðstæður það hefði komið upp. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt en það er ekki hægt að líta framhjá ástandinu sem ríkti,“ segir hann. Sveinn bendir á að á þessum tíma hefði kórónuveirufaraldurinn verið nýfarinn af stað og að dagana 14. til 19. mars hefði borgaraþjónusta ráðuneytisins svarað 400 erindum á dag, samanborið við 550 allt árið á undan. Landamæri hefðu verið að lokast og borgaraþjónustan verið í sambandi við 6.000 Íslendinga á fyrsta hálfa árinu frá því að faraldurinn hófst. Þá hefðu 2.000 liprunarbréf verið gefin út, til að greiða fyrir ferðum Íslendinga milli landa, og aðeins þessi einu mistök verið gerð. Jakob Frímann sendi DV yfirlýsingu vegna málsins: Undirritaður brást við beiðni um aðstoð frá nánum vinum á miklum óvissutímum í mars 2020. Barn sem er fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu var með skriflega heimild frá lögfræðingi móður sinnar um að mega heimsækja föður sinn í fjarlægu landi, kominn með farmiða í hendur og tilbúinn til farar þegar í ljós kom að þær aðstæður kynnu að skapast að honum yrði vísað aftur heim við lendingu eftir 5 tíma flug. Í ljósi þessa var mér ljúft og skylt að aðstoða við útvegun liprunarbréfs er tryggja myndi að tekið yrði á móti drengnum á áfangastað á Spáni og honum hjálpað að ná langþráðum endurfundum við föður sinn. Eins og gögn málsins sýna var til staðar skýr vilji móðurinnar til að heimila umrædda ferð. Hins vegar snerist henni hugur og drengnum var meinað að hefja för. Ferðin var sumsé ekki farin, liprunarbréfið afturkallað og við tók mikið sorgarferli og óvissutími fyrir drenginn sem leiddi til inngrips Barnaverndarnefndar. Aldrei hefði mig órað fyrir því að viðleitni mín til að hjálpa þessu fólki að koma barni klakklaust á leiðarenda skyldi leiða til þess sem mér berst nú til eyrna fyrsta sinni frá blaðamanni DV. Ekki fæst séð að nokkur glæpur hafi verið hér framinn, því síður neins konar „skjalafals“, hvað þá að nokkur skaði hafi hlotist af. Ég á þó ósk heitasta að heilar sættir náist í þeirri hörðu fjölskyldudeilu sem hér um ræðir enda eru aðilar aðilar málsins mér afar kærir. Akureyri 8. september 2021 Jakob Frímann Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef DV.
Jakob Frímann sendi DV yfirlýsingu vegna málsins: Undirritaður brást við beiðni um aðstoð frá nánum vinum á miklum óvissutímum í mars 2020. Barn sem er fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu var með skriflega heimild frá lögfræðingi móður sinnar um að mega heimsækja föður sinn í fjarlægu landi, kominn með farmiða í hendur og tilbúinn til farar þegar í ljós kom að þær aðstæður kynnu að skapast að honum yrði vísað aftur heim við lendingu eftir 5 tíma flug. Í ljósi þessa var mér ljúft og skylt að aðstoða við útvegun liprunarbréfs er tryggja myndi að tekið yrði á móti drengnum á áfangastað á Spáni og honum hjálpað að ná langþráðum endurfundum við föður sinn. Eins og gögn málsins sýna var til staðar skýr vilji móðurinnar til að heimila umrædda ferð. Hins vegar snerist henni hugur og drengnum var meinað að hefja för. Ferðin var sumsé ekki farin, liprunarbréfið afturkallað og við tók mikið sorgarferli og óvissutími fyrir drenginn sem leiddi til inngrips Barnaverndarnefndar. Aldrei hefði mig órað fyrir því að viðleitni mín til að hjálpa þessu fólki að koma barni klakklaust á leiðarenda skyldi leiða til þess sem mér berst nú til eyrna fyrsta sinni frá blaðamanni DV. Ekki fæst séð að nokkur glæpur hafi verið hér framinn, því síður neins konar „skjalafals“, hvað þá að nokkur skaði hafi hlotist af. Ég á þó ósk heitasta að heilar sættir náist í þeirri hörðu fjölskyldudeilu sem hér um ræðir enda eru aðilar aðilar málsins mér afar kærir. Akureyri 8. september 2021 Jakob Frímann
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira