Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 19:41 Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi í langan tíma tekur á loft frá flugvellinum í Kabul í dag. Sayed Khodaiberdi Sadat/Getty Images Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar. Afganistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar.
Afganistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira