Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 20:31 Blikakonur eru í góðum félagsskap. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53