Hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 08:32 Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu stendur í stað milli mánaða og þá hefur leigusamningum fækkað. Vísir/Vilhelm Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira