Oddvitaáskorunin: „Sósíaldemókrati í húð og hár“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2021 09:00 Kristrún Mjöll Frostadóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Kristrún Mjöll Frostadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég er 33 ára hagfræðingur og hef starfað við efnahagsmálagreiningu og -ráðgjöf síðustu ár á Íslandi, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Er fædd og uppalin í Reykjavík, gekk í Fossvogsskóla með stuttu stoppi í Bury Grammar School í Manchester, Bretlandi, Hvassaleitisskóla og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Byrjaði í hagfræðinámi við Háskóla Íslands hið örlagaríka haust 2008, lauk mastersgráðu frá Boston háskóla 2013 og lagði síðan áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál í framhaldsnámi við Yale háskóla í Bandaríkjunum.“ „Hef m.a. unnið í Seðlabankanum, greiningardeild Arion banka, bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley sem greinandi í New York og í kjölfarið á London skrifstofu fyrirtækisins og nú síðast var ég aðalhagfræðingur Kviku banka frá 2018. Ég er sósíaldemókrati í húð og hár, enda ljóst að norrænu löndin í kringum okkur sem hafa verið leidd áfram af jafnaðarmönnum búa við bestu lífskjörin. Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á klassísk jafnaðarmannamál, svo sem stuðning við barnafólk, eldri borgara og öryrkja, og húsnæðismál en viljum auk þess styrkja opinbert heilbrigðiskerfi og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Ungt fólk og barnafólk er mér ofarlega í huga og ber stefna okkar keim af því. Sjálf á ég 2 ára stelpu, Maríu Herdísi, og er gift Einar Bergi Ingvarssyni.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Kristrún Mjöll Frostadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Oddsholtið í Grímsnesi í bústaðnum hjá mömmu og pabba. Alltaf betra veður en í bænum. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðaber, snickers, þrist. Uppáhalds bók? Uppfæri þennan lista reglulega. The Most Fun We Ever Had eftir Claire Lombardo. Er mikið fyrir bækur með sterkum persónulýsingum, þarf ekki mikinn söguþráð. Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur kemur upp í hugann í þessu samhengi líka. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Stuck with You með Huey Lewis and the News. Trúi reyndar ekki á samviskubit út af tónlist – öll tónlist er svöl, sérstaklega tónlist sem lætur þér líða vel. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Mér skilst að það sé frábært að búa á Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Við hjónin uppgötvuðum að það þarf ekki alltaf að gera flókna hluti þegar við fáum pössun. Take-out, heimabíó og möguleikinn á því að hækka almennilega í fínu græjunum seint á kvöldin er vanmetið. Mér finnst mjög gaman að dansa í stofunni. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja að svara þessari spurningu – ég er ekki með mikinn upphandleggsstyrk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, annars fer Seríós í tannburstann. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég hef mikinn áhuga á greiningu á þjóðfélagsmálefnum (e. Policy research). Hvort sem snýr að efnahagsmálum eða félagslegum þáttum. Mig langaði alltaf að starfa við svoleiðis greiningu eftir að ég flutti heim aftur, í sjálfstæðum „think tank“ líkt og finna má erlendis. En hér er svona vinna fyrst og fremst unnin af hagsmunaaðilum eða launþegasamtökum. Kannski opnast á þennan möguleika síðar. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta virkilega það sem þú vilt? Uppáhalds tónlistarmaður? Taylor Swift finnst mér algjör negla, drottning poppsins. Er líka ánægð með að Íslendingar séu byrjaðir að hlusta á kántrí, mjög vanmetinn tónlistarflokkur. Mæli með Pistol Annies og Kris Kristofferson fyrir þá sem vita ekki hvar á að byrja. Besti fimmaurabrandarinn? Walt Disney, eða var honum hrint? Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar nammipeningurinn fór úr 75 krónum í 50 krónur til að borga fyrir tímabundna áskrift að Stöð 2. Pabbi passaði upp á að við systkinin vissum hvað hlutir „kostuðu“. Hann lét okkur líka skrifa undir samning – frá 6 ára aldri – þar sem við samþykktum að taka að okkur ákveðin húsverk. Minnti okkur svo reglulega á mikilvægi þess að rjúfa aldrei gildan samning. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Samfylkingin hefur gert stórkostlega hluti í borginni í gegnum tíðina. R-listinn undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar sem keyrði áfram leikskólapláss fyrir alla – eitthvað sem margir eru fljótir að gleyma. Þetta þótti óraunhæft á sínum tíma, aðeins einstæðir foreldrar og þeir sem þekktu einhvern fengu pláss. Dagur B í borginni hefur líka sýnt ótrúlega framtíðarsýn, keyrt á stórar skipulagsbreytingar fyrir framtíðarkynslóðir, tekið slaginn og sýnt að það er hægt að kýla á breytingar sem skila sér ekki á einu kjörtímabili. Þurfum meira svoleiðis í alla pólitík hér á landi. Ég var líka mjög hrifin af Obama þegar ég bjó í Bandaríkjunum. Þó hann hafi ekki komið öllum sínum stefnumálum í gegn í erfiðu pólitísku landslagi þá var þetta bara svo stórkostlegt skref að fá þennan mann til að stýra landinu. Svo er hann líka ótrúlega sjarmerandi og svalur. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég elska Bó Halldórs svo verð að segja „Núna“. Besta frí sem þú hefur farið í? Hjólreiðaferðalag í austurísku ölpunum 2018. Ekki bókstaflega í fjöllunum, nei nei. Heldur á góðum götuhjólum í dölunum. Ég og maðurinn minn fórum í skipulagða ferð þar sem farangurinn okkar var ferjaður á milli bæja en við tókum „létta“ 70 km á dag í góða veðrinu milli staða. Við erum ekki mikið hjólreiðafólk en þetta gátum við. Ótrúlega vel skipulagt, frábærir hjólastígar og merkingar og þvílík fegurð. Það er svo allt öðruvísi að sjá byggðina í gegnum hjólastíga en hraðbrautir og við heimsóttum litla bæi sem hefðu annars farið alveg framhjá okkur enda ekki í alfaraleið. Svo verð ég að bæta við Nashville, Tennessee 2016. Country Music Hall of Fame, Johnny Cash safnið, og live tónlist á öllum börunum frá kl. 10 á morgnanna – allir koma til Nashville til að „meika það“, svo ótrúlegir hæfileikar buðust með Bud Light bjórnum hvar sem maður settist niður. Fórum í sömu ferð til Memphis að skoða Graceland – epískt. Uppáhalds þynnkumatur? Pizza. Reyndar mjög langt síðan ég var þunn skal ég viðurkenna, og ég þarf alls ekki að vera þunn til að fá mér pizzu. Það er kvóti á mínu heimili, 1x í viku, annars gengur þetta of langt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Finnst hálfóþægilegt að opinbera það fyrir alþjóð. Hef engar afsakanir nema kannski skort á pössun fyrir útivist. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Spliff donk og gengja. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ætli það hafi ekki bara verið stærsta uppátækið í menntaskóla að eignast kanadísk/íranskan kærasta á ferðalagi um Spán og eyða helmingi menntaskólans í fjarsambandi – með tilheyrandi afleiðingum fyrir innlent félagslíf! En í staðinn starfaði ég á frönskum veitingastað í Valencia og tælenskum fusion veitingastað í Toronto tvö sumur og var svo utanskóla í háhýsi í Toronto einn vetur, samhliða því sem ég spilaði á hljómborð í hljómsveitinni Ryuichi á börum Toronto með kærastanum. Var svo alveg laus við útþránna þar til ég kláraði háskólann hér heima. Rómantískasta uppátækið? Ég bað mannsins míns á Kaffibarnum árið 2012 eftir þriggja ára samband, rétt áður en við fluttum til Bandaríkjanna. Mig langaði bara svo að vera gift honum. Þetta þótti voðalega amerískt eitthvað - að giftast áður en við eignuðumst börn – ég sagði að ég gæti nú alltaf skilað honum, börn væru meiri skuldbinding hvað það varðar. Giftum okkur hjá sýslumanni með tveimur bestu vinum okkar sem vitni. Buðum foreldrum og systkinum í indverskt take-out og vín sem við fengum gefins frá vinnuveitanda og sögðum þeim þá að við höfðum gift okkur. Ég var svo hrædd um að mamma myndi breyta veislunni í stórt boð ef hún kæmist að því að þetta væri brúðkaupsveisla fyrir fram. Gleymi aldrei þessum degi. Við eigum 10 ára brúðkaupsafmæli á næsta ári, aldrei dottið í hug að skila manninum. Aldrei. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Samfylkingin Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég er 33 ára hagfræðingur og hef starfað við efnahagsmálagreiningu og -ráðgjöf síðustu ár á Íslandi, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Er fædd og uppalin í Reykjavík, gekk í Fossvogsskóla með stuttu stoppi í Bury Grammar School í Manchester, Bretlandi, Hvassaleitisskóla og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Byrjaði í hagfræðinámi við Háskóla Íslands hið örlagaríka haust 2008, lauk mastersgráðu frá Boston háskóla 2013 og lagði síðan áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál í framhaldsnámi við Yale háskóla í Bandaríkjunum.“ „Hef m.a. unnið í Seðlabankanum, greiningardeild Arion banka, bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley sem greinandi í New York og í kjölfarið á London skrifstofu fyrirtækisins og nú síðast var ég aðalhagfræðingur Kviku banka frá 2018. Ég er sósíaldemókrati í húð og hár, enda ljóst að norrænu löndin í kringum okkur sem hafa verið leidd áfram af jafnaðarmönnum búa við bestu lífskjörin. Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á klassísk jafnaðarmannamál, svo sem stuðning við barnafólk, eldri borgara og öryrkja, og húsnæðismál en viljum auk þess styrkja opinbert heilbrigðiskerfi og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Ungt fólk og barnafólk er mér ofarlega í huga og ber stefna okkar keim af því. Sjálf á ég 2 ára stelpu, Maríu Herdísi, og er gift Einar Bergi Ingvarssyni.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Kristrún Mjöll Frostadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Oddsholtið í Grímsnesi í bústaðnum hjá mömmu og pabba. Alltaf betra veður en í bænum. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðaber, snickers, þrist. Uppáhalds bók? Uppfæri þennan lista reglulega. The Most Fun We Ever Had eftir Claire Lombardo. Er mikið fyrir bækur með sterkum persónulýsingum, þarf ekki mikinn söguþráð. Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur kemur upp í hugann í þessu samhengi líka. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Stuck with You með Huey Lewis and the News. Trúi reyndar ekki á samviskubit út af tónlist – öll tónlist er svöl, sérstaklega tónlist sem lætur þér líða vel. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Mér skilst að það sé frábært að búa á Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Við hjónin uppgötvuðum að það þarf ekki alltaf að gera flókna hluti þegar við fáum pössun. Take-out, heimabíó og möguleikinn á því að hækka almennilega í fínu græjunum seint á kvöldin er vanmetið. Mér finnst mjög gaman að dansa í stofunni. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja að svara þessari spurningu – ég er ekki með mikinn upphandleggsstyrk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, annars fer Seríós í tannburstann. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég hef mikinn áhuga á greiningu á þjóðfélagsmálefnum (e. Policy research). Hvort sem snýr að efnahagsmálum eða félagslegum þáttum. Mig langaði alltaf að starfa við svoleiðis greiningu eftir að ég flutti heim aftur, í sjálfstæðum „think tank“ líkt og finna má erlendis. En hér er svona vinna fyrst og fremst unnin af hagsmunaaðilum eða launþegasamtökum. Kannski opnast á þennan möguleika síðar. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta virkilega það sem þú vilt? Uppáhalds tónlistarmaður? Taylor Swift finnst mér algjör negla, drottning poppsins. Er líka ánægð með að Íslendingar séu byrjaðir að hlusta á kántrí, mjög vanmetinn tónlistarflokkur. Mæli með Pistol Annies og Kris Kristofferson fyrir þá sem vita ekki hvar á að byrja. Besti fimmaurabrandarinn? Walt Disney, eða var honum hrint? Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar nammipeningurinn fór úr 75 krónum í 50 krónur til að borga fyrir tímabundna áskrift að Stöð 2. Pabbi passaði upp á að við systkinin vissum hvað hlutir „kostuðu“. Hann lét okkur líka skrifa undir samning – frá 6 ára aldri – þar sem við samþykktum að taka að okkur ákveðin húsverk. Minnti okkur svo reglulega á mikilvægi þess að rjúfa aldrei gildan samning. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Samfylkingin hefur gert stórkostlega hluti í borginni í gegnum tíðina. R-listinn undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar sem keyrði áfram leikskólapláss fyrir alla – eitthvað sem margir eru fljótir að gleyma. Þetta þótti óraunhæft á sínum tíma, aðeins einstæðir foreldrar og þeir sem þekktu einhvern fengu pláss. Dagur B í borginni hefur líka sýnt ótrúlega framtíðarsýn, keyrt á stórar skipulagsbreytingar fyrir framtíðarkynslóðir, tekið slaginn og sýnt að það er hægt að kýla á breytingar sem skila sér ekki á einu kjörtímabili. Þurfum meira svoleiðis í alla pólitík hér á landi. Ég var líka mjög hrifin af Obama þegar ég bjó í Bandaríkjunum. Þó hann hafi ekki komið öllum sínum stefnumálum í gegn í erfiðu pólitísku landslagi þá var þetta bara svo stórkostlegt skref að fá þennan mann til að stýra landinu. Svo er hann líka ótrúlega sjarmerandi og svalur. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég elska Bó Halldórs svo verð að segja „Núna“. Besta frí sem þú hefur farið í? Hjólreiðaferðalag í austurísku ölpunum 2018. Ekki bókstaflega í fjöllunum, nei nei. Heldur á góðum götuhjólum í dölunum. Ég og maðurinn minn fórum í skipulagða ferð þar sem farangurinn okkar var ferjaður á milli bæja en við tókum „létta“ 70 km á dag í góða veðrinu milli staða. Við erum ekki mikið hjólreiðafólk en þetta gátum við. Ótrúlega vel skipulagt, frábærir hjólastígar og merkingar og þvílík fegurð. Það er svo allt öðruvísi að sjá byggðina í gegnum hjólastíga en hraðbrautir og við heimsóttum litla bæi sem hefðu annars farið alveg framhjá okkur enda ekki í alfaraleið. Svo verð ég að bæta við Nashville, Tennessee 2016. Country Music Hall of Fame, Johnny Cash safnið, og live tónlist á öllum börunum frá kl. 10 á morgnanna – allir koma til Nashville til að „meika það“, svo ótrúlegir hæfileikar buðust með Bud Light bjórnum hvar sem maður settist niður. Fórum í sömu ferð til Memphis að skoða Graceland – epískt. Uppáhalds þynnkumatur? Pizza. Reyndar mjög langt síðan ég var þunn skal ég viðurkenna, og ég þarf alls ekki að vera þunn til að fá mér pizzu. Það er kvóti á mínu heimili, 1x í viku, annars gengur þetta of langt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Finnst hálfóþægilegt að opinbera það fyrir alþjóð. Hef engar afsakanir nema kannski skort á pössun fyrir útivist. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Spliff donk og gengja. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ætli það hafi ekki bara verið stærsta uppátækið í menntaskóla að eignast kanadísk/íranskan kærasta á ferðalagi um Spán og eyða helmingi menntaskólans í fjarsambandi – með tilheyrandi afleiðingum fyrir innlent félagslíf! En í staðinn starfaði ég á frönskum veitingastað í Valencia og tælenskum fusion veitingastað í Toronto tvö sumur og var svo utanskóla í háhýsi í Toronto einn vetur, samhliða því sem ég spilaði á hljómborð í hljómsveitinni Ryuichi á börum Toronto með kærastanum. Var svo alveg laus við útþránna þar til ég kláraði háskólann hér heima. Rómantískasta uppátækið? Ég bað mannsins míns á Kaffibarnum árið 2012 eftir þriggja ára samband, rétt áður en við fluttum til Bandaríkjanna. Mig langaði bara svo að vera gift honum. Þetta þótti voðalega amerískt eitthvað - að giftast áður en við eignuðumst börn – ég sagði að ég gæti nú alltaf skilað honum, börn væru meiri skuldbinding hvað það varðar. Giftum okkur hjá sýslumanni með tveimur bestu vinum okkar sem vitni. Buðum foreldrum og systkinum í indverskt take-out og vín sem við fengum gefins frá vinnuveitanda og sögðum þeim þá að við höfðum gift okkur. Ég var svo hrædd um að mamma myndi breyta veislunni í stórt boð ef hún kæmist að því að þetta væri brúðkaupsveisla fyrir fram. Gleymi aldrei þessum degi. Við eigum 10 ára brúðkaupsafmæli á næsta ári, aldrei dottið í hug að skila manninum. Aldrei.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Samfylkingin Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira