Ég kýs Sósíalistaflokk Íslands Mikael Torfason skrifar 13. september 2021 07:01 Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun