Síðustu tvö ár hefur Trudeau farið fyrir minnihlutastjórn sem reiðir sig á stuðning vinstri flokka, en vonir stóðu til þess að almenn ánægja kanadískra kjósenda með viðbrögð stjórnar hans í Covid-16 faraldrinum myndi tryggja honum hreinan meirihluta á þingi.
Eitthvað snerust vopnin í höndunum á Trudeau, því útspilið þótti mörgum bera vott um tækifærismennsku og ábyrgðarleysi, þar sem mannsöfnuður á kjörstöðum færi ekki vel saman við sóttvarnir í heimsfaraldri.
Trudeau var meðal annars gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum og málefnum frumbyggja, en háði hörðustu rimmuna við formann Íhaldsflokksins, Erin O‘Toole.
Sem stendur er Íhaldsflokkurinn með naumt forskot í skoðanakönnunum, 33% á móti 30% Frjálslynda flokksins.