Upplifun íbúa New York 11. september 2001: „Ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig“ Þorgils Jónsson skrifar 11. september 2021 15:27 Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur rifjar upp daginn örlagaríka. Hann segir óvissu og ógn hafa vomað yfir borgarbúum vikurnar og mánuði eftir árásirnar, en borgin hafi skriðið saman smátt og smátt. „Þetta var eins fallegur haustdagur og gerist í New York. Blár himinn og haust í lofti,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson aðspurður um morguninn örlagaríka, 11. september 2001. Hann var þá, sem nú, búsettur í New York með fjölskyldu sinni. „Þetta var fyrsti skóladagurinn ársins hjá sonum okkar, sem voru 6 og 8 ára á þessum tíma, svo við hjónin fylgdum þeim í skólann. Þaðan fór ég með leigubíl niður 5th Avenue á leið á skrifstofuna mína í Rockefeller Center.“ Einmitt þar í leigubílnum heyrði Ólafur í útvarpinu af fyrri flugvélinni. „Við héldum að þetta hefði verið einhver útsýnisflugvél – einhver rella – sem hefði fyrir slysni farið í turninn. Svo var ég kominn upp á skrifstofu þegar seinni flugvélin fór á syðri turninn. Þaðan horfði ég niður eftir eyjunni, fylgdist með turnunum og sá þá falla.“ Ólafur segir að forgangsatriði hafi verið að ganga úr skugga um að starfsfólk fyrirtækisins væri óhult. Meðal annars var starfsfólk fréttastofu CNN að störfum í hringiðunni í kringum World Trade Center. Mikil óvissa og viðbúnaður á götum úti Hann bætir því við að mikil óvissa hafi einkennt þennan dag, þar sem enginn vissi hvað væri framundan eða hvort fleiri árásir væru í vændum. Á göngu hans heim að loknum vinnudegi hafi loftið verið lævi blandið. Hermenn og skriðdrekar á götum úti og andrúmsloftið að kvöldi dags í hrópandi mótsögn við morguninn. Ólafur segir að atburðirnir þennan dag hafi umturnað lífi flestra borgarbúa næstu vikur og mánuði á eftir. „Það var þessi endalausi ótti um að eitthvað meira væri í gangi,“ segir hann „Fólk var að koma sér upp bátum við Hudson-ána og í Austuránni ef það þyrfti að flýja borgina snögglega. Það var svona ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig, en borgin skríður saman eins og hún gerir yfirleitt. En það eimir enn eftir af þessu, sérstaklega á þessum árstíma. Þetta hafði auðvitað gríðarleg áhrif á sálarlífið hér í borginni.“ Alltaf ofarlega í huga New York-búa Ólafur segist aðspurður ekki viss um að stemmningin sé nokkuð frábrugðin einmitt núna, þegar tuttugu ár eru frá hörmungunum, frá því sem verið hefur fyrri ár. Borgin sé að nú jafna sig á farsótt síðasta árs, en atburðirnir 11. september lifi ávallt með New York-búum. „Þetta er fólki alltaf ofarlega í huga. Þetta er einn af þessum bautasteinum á lífsleiðinni sem fólk staldrar við.“ Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11 20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
„Þetta var fyrsti skóladagurinn ársins hjá sonum okkar, sem voru 6 og 8 ára á þessum tíma, svo við hjónin fylgdum þeim í skólann. Þaðan fór ég með leigubíl niður 5th Avenue á leið á skrifstofuna mína í Rockefeller Center.“ Einmitt þar í leigubílnum heyrði Ólafur í útvarpinu af fyrri flugvélinni. „Við héldum að þetta hefði verið einhver útsýnisflugvél – einhver rella – sem hefði fyrir slysni farið í turninn. Svo var ég kominn upp á skrifstofu þegar seinni flugvélin fór á syðri turninn. Þaðan horfði ég niður eftir eyjunni, fylgdist með turnunum og sá þá falla.“ Ólafur segir að forgangsatriði hafi verið að ganga úr skugga um að starfsfólk fyrirtækisins væri óhult. Meðal annars var starfsfólk fréttastofu CNN að störfum í hringiðunni í kringum World Trade Center. Mikil óvissa og viðbúnaður á götum úti Hann bætir því við að mikil óvissa hafi einkennt þennan dag, þar sem enginn vissi hvað væri framundan eða hvort fleiri árásir væru í vændum. Á göngu hans heim að loknum vinnudegi hafi loftið verið lævi blandið. Hermenn og skriðdrekar á götum úti og andrúmsloftið að kvöldi dags í hrópandi mótsögn við morguninn. Ólafur segir að atburðirnir þennan dag hafi umturnað lífi flestra borgarbúa næstu vikur og mánuði á eftir. „Það var þessi endalausi ótti um að eitthvað meira væri í gangi,“ segir hann „Fólk var að koma sér upp bátum við Hudson-ána og í Austuránni ef það þyrfti að flýja borgina snögglega. Það var svona ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig, en borgin skríður saman eins og hún gerir yfirleitt. En það eimir enn eftir af þessu, sérstaklega á þessum árstíma. Þetta hafði auðvitað gríðarleg áhrif á sálarlífið hér í borginni.“ Alltaf ofarlega í huga New York-búa Ólafur segist aðspurður ekki viss um að stemmningin sé nokkuð frábrugðin einmitt núna, þegar tuttugu ár eru frá hörmungunum, frá því sem verið hefur fyrri ár. Borgin sé að nú jafna sig á farsótt síðasta árs, en atburðirnir 11. september lifi ávallt með New York-búum. „Þetta er fólki alltaf ofarlega í huga. Þetta er einn af þessum bautasteinum á lífsleiðinni sem fólk staldrar við.“
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11 20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11
20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01