Viðskipti innlent

Net­á­rásin um­fangs­mikil en þrjótarnir náðu engum upp­lýsingum um við­skipta­vini

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Herdís Fjeldsted, forstjóri Valitor, segir netárás sem gerð var á greiðslumiðlunarfyrirtæki í gærkvöldi hafa verið umfangsmikla.
Herdís Fjeldsted, forstjóri Valitor, segir netárás sem gerð var á greiðslumiðlunarfyrirtæki í gærkvöldi hafa verið umfangsmikla. Vísir/Getty

Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa.

Fjöldi fólks hefur eflaust lent í miklum vandræðum í gærkvöldi þegar bilanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í gærkvöldi. Um var að ræða svokallað DDOS-árás en slík árás felst í því að netkerfi fyrirtækisins fær tímabundið yfir sig gríðarlegan fjölda beiðna úr mörgum ólíkum áttum.

„Þetta er svokölluð D Dos-árás sem er dreifð álagsárás á netkerfinu. Það þýðir að það er mikill fjöldi beiðna sem berast úr mörgum áttum sem fara inn á netkerfið,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor.

Þjónustan var komin að mestu leyti í lag á tíunda tímanum í gærkvöldi en verulegt þjónusturof varð í um klukkustund.

„Kerfið virkar allt mjög vel í dag. þetta hafði áhrif á þjónusturof í um það bil klukkustund í gær. Þetta hófst klukkan átta og það varð ákveðið þjónusturof á þessu tímabili.“

Árásin hafði engin áhrif á innri kerfi fyrirtækjanna.

„Það hafði engin áhrif á okkar innri kerfi og ógnaði aldrei gagnaöryggi viðskiptavina Valitor,“ segir Herdís.

Hún segir engan grun uppi um hvaðan árásin barst.

„Nei, við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þetta kemur víðs vegar að úr heiminum. Þannig að við vitum ekki alveg hvaðan eða hvers vegna

Árásin hafi verið mjög umfangsmikil.

„Sko þessi árás í gær var mjög umfangsmikil. Þið sáuð að það var líka árás í síðustu viku, á fyrirtæki á Íslandi, já, hún var mjög umfangsmikil í gær,“ segir Herdís.


Tengdar fréttir

Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay

Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×