Ronaldo „busaður“ kvöldið fyrir fyrsta leikinn með Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki fyrir Manchester United á móti Newcastle United um helgina. AP/Rui Vieira Það þarf ekki að kynna neinn fyrir Cristiano Ronaldo en hann þurfti þó að kynna sjálfan sig fyrir nýju liðsfélögunum í Manchester United. Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira