Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 09:49 Gavin Newsom berst nú fyrir pólitískri framtíð sinni. Atkvæðagreiðslan í Kaliforníu er aðeins sú fjórða sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. AP/Ringo H.W. Chiu Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum. Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn. Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn.
Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira