Vill slaka á eins og mögulegt er með mið af fyrri bylgjum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 12:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/sigurjón Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilefni til að slaka á takmörkunum innanlands í ljósi þess hve staðan í faraldrinum er góð. Þar eru allar takmarkanir undir. Faraldurinn virðist kominn í mikla rénun hér á landi og greindust afar fáir smitaðir af veirunni um helgina; 14 á laugardaginn og 26 í gær. Þórólfur er bjartsýnn á stöðuna í dag, sérstaklega í ljósi þess hve vel gengur á spítalanum. Þar liggja aðeins sex inni með Covid-19 og tveir á gjörgæslu. Þórólfur hefur skilað inn minnisblaði sínu til ráðherra með tillögum að afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ segir Þórólfur. Allar takmarkanir undir En hvernig förum við hægt inn í afléttingar núna með fyrri reynslu að leiðarljósi? Er Þórólfur að horfa til fjöldatakmarkana, stærri viðburða eða nándarreglunnar? „Allar þessar takmarkanir eru í raun og veru undir, að reyna að létta á þeim eins og mögulegt er og það er það sem að mínar tillögur eða minnisblað inniheldur til ráðherra og svo þurfum við bara að sjá hvernig ráðherra meðhöndlar það,“ segir Þórólfur. Hann vill ekkert gefa upp um í hverju tillögur hans felast fyrr en ráðherra hefur fjallað um þær á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þórólfur segir tillögurnar þó í samræmi við framtíðarsýn sína um næstu mánuði í faraldrinum sem hann sendi ráðherra í síðasta mánuði. En liggur þá ekki ljóst fyrir að fjöldatakmörkin í nýju tillögunum miðist áfram við 200 manns, eins og var minnst á að væri skynsamlegt í framtíðarsýninni? „Nei, það er nefnilega rangt kvótað. Ég talaði um það að það þyrftu að vera einhverjar takmarkanir, hugsanlega tvö hundruð. Ég hef aldrei lagt það til að það eigi að vera tvö hundruð manna takmarkanir næstu mánuði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þórólfur er bjartsýnn á stöðuna í dag, sérstaklega í ljósi þess hve vel gengur á spítalanum. Þar liggja aðeins sex inni með Covid-19 og tveir á gjörgæslu. Þórólfur hefur skilað inn minnisblaði sínu til ráðherra með tillögum að afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ segir Þórólfur. Allar takmarkanir undir En hvernig förum við hægt inn í afléttingar núna með fyrri reynslu að leiðarljósi? Er Þórólfur að horfa til fjöldatakmarkana, stærri viðburða eða nándarreglunnar? „Allar þessar takmarkanir eru í raun og veru undir, að reyna að létta á þeim eins og mögulegt er og það er það sem að mínar tillögur eða minnisblað inniheldur til ráðherra og svo þurfum við bara að sjá hvernig ráðherra meðhöndlar það,“ segir Þórólfur. Hann vill ekkert gefa upp um í hverju tillögur hans felast fyrr en ráðherra hefur fjallað um þær á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þórólfur segir tillögurnar þó í samræmi við framtíðarsýn sína um næstu mánuði í faraldrinum sem hann sendi ráðherra í síðasta mánuði. En liggur þá ekki ljóst fyrir að fjöldatakmörkin í nýju tillögunum miðist áfram við 200 manns, eins og var minnst á að væri skynsamlegt í framtíðarsýninni? „Nei, það er nefnilega rangt kvótað. Ég talaði um það að það þyrftu að vera einhverjar takmarkanir, hugsanlega tvö hundruð. Ég hef aldrei lagt það til að það eigi að vera tvö hundruð manna takmarkanir næstu mánuði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira