Bráðabani réði úrslitum í fyrsta skipti í sögu Kviss Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Lið Hamars og Dalvíkur mættust í öðrum þætti af spurningaþættinum Kviss síðasta laugardag, Hlaðvarpsstjórnendurnir og kærustuparið Tinna BK og Gói Sportrönd kepptu fyrir hönd Hamars og söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt kepptu fyrir hönd Dalvíkur. Annar þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Hamar og Dalvík í 16-liða úrslitum. Úr varð æsispennandi viðureign sem endaði í bráðabana í fyrsta skipti í sögu Kviss, þar sem annað liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH. Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH.
Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29
Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01