Stefna á tímamótageimskot á miðvikudagskvöldið Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 14:46 Geimfararnir fjórir munu verja þremur dögum á braut um jörðina og er Netflix að gera ferð þeirra skil í sjónvarpsþáttum. Frá vinstri: Chris Sembroski, Jared Isaacman, Hayley Arceneaux og Sian proctor. Inspiriation4 SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar. Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins. SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins.
SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30