Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2021 14:43 Maðurinn var ekki klæddur í tilskilinn hlífðarbúnað þegar hann lést. Aðsend Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira. Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira.
Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira