Umhverfismál eru STÓRA málið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 15. september 2021 08:00 Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun