Leiðinlegu loforðin Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. september 2021 09:31 Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar