Parið á saman tveggja ára dóttur, Rani Rose Hudson Fujikawa. Hudson á líka tvo syni frá fyrri samböndum. Árið 2004 eignaðist hún sonin Ryder Russell Robinson með tónlistarmanninum Chris Robinson og árið 2011 eignaðist hún Bingham Hawn Bellamy með Muse söngvaranum og tónlistarmanninum Matt Bellamy.
Hamingjuóskum rigndi yfir parið á Instagram, meðal annars frá Courtney Cox, Zoey Deutch, Gweneth Paltrow, Naomi Campell og fleiri stjörnum. Hudson og Fujikawa kynntust fyrst þegar leikkonan var aðeins 23 ára og hafa því þekkst í langan tíma. Fujikawa er stjúpbróðir Erin og Söru Foster sem eru bestu vinkonur Hudson.