Heilbrigðismálin muni ekki skipta sköpum þegar fólk gerir upp hug sinn Snorri Másson skrifar 15. september 2021 21:15 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor spáir í spilin. Vísir/Sigurjón Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur. Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14