Breiðfylkingarstjórnin Halldór Auðar Svansson skrifar 16. september 2021 16:01 Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun