Arnar Guðjónsson: Það verður að reyna að vinna Njarðvík núna þegar Haukur er ekki með Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2021 22:13 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með sína menn í leikslok. Vísir/Bára Dröfn Stjarnan lagði Tindastól að velli í undanúrslitum VÍS bikarsins fyrr í kvöld í Garðabænum í hörkuleik sem sveiflaðist til of grá köflum. Leikar enduðu 86-81 og var Arnar Guðjónsson ánægður með að hans menn hafi hætt að senda boltann í hendurnar á Tindastól í seinni hálfleik. „Við hættum að senda boltann í hendurnar á Tindastól. Það hjálpaði okkur helling að hætta því. Þeir komu bara út í leikinn ógeðslega fastir varnarlega og sjokkeruðu okku. Við vorum bara ekki klárir það.“ Arnar var þá spurður að því hvort að það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af fyrir næsta leik. „Það er allavega mjög gott að spila á móti svona líkamlega sterku varnarliði.“ Arnar spurði þá hver hefði unnið hinn leikinn í undanúrslitum og var á því að nú væri góður tímapunktur að spila við Njarðvíkinga þegar Hauk Helga Pálsson vantar. „Það verður að reyna að vinna þá núna þegar Haukur er ekki með. Það verður nógu erfitt þegar hann mætir á svæðið. Þegar Haukur verður klár verða þeir besta liðið á landinu, þeir verða með besta leikmanninn á landinu þó ég sé ekki búinn að sjá alla erlendu leikmennina þeirra. Þannig að við verðum að reyna að vinna þá núna það er alveg á hreinu.“ Stjörnumenn eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa því titil að verja og Arnar var spurður að því hvort það skipti einhverju máli upp á laugardaginn. „Nei, ég held að það séu fjórir eða fimm sem unnu seinast þannig að það skiptir engu máli.“ Að lokum var Arnar spurður að því hvað hans menn hefðu grætt á leiknum í kvöld svona með það fyrir augum að um leið er þetta undirbúningstímabilið sem er í gangi. „Það sem við fengum var áskorunin að spila á móti svona líkamlega sterkum leikmönnum og góðu varnarliði. Þetta er langbesta varnarliðið. Við erum búnir að spila við KR og Grindavík og þeir voru ekki á þessum stað eins og Stólarnir þegar við spiluðum við þá. Stólarnir komu upp um ansi marga veikleika í sóknarleiknum hjá okkur sem við þó náðum að laga aðeins í seinni hálfleik en þurfum að vera klárari en þetta.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Stjörnumenn eru á leið í úrslit VÍS bikarsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur, 86-81, gegn Tindastól á háspennuleik í Garðabænum. 16. september 2021 21:50 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Við hættum að senda boltann í hendurnar á Tindastól. Það hjálpaði okkur helling að hætta því. Þeir komu bara út í leikinn ógeðslega fastir varnarlega og sjokkeruðu okku. Við vorum bara ekki klárir það.“ Arnar var þá spurður að því hvort að það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af fyrir næsta leik. „Það er allavega mjög gott að spila á móti svona líkamlega sterku varnarliði.“ Arnar spurði þá hver hefði unnið hinn leikinn í undanúrslitum og var á því að nú væri góður tímapunktur að spila við Njarðvíkinga þegar Hauk Helga Pálsson vantar. „Það verður að reyna að vinna þá núna þegar Haukur er ekki með. Það verður nógu erfitt þegar hann mætir á svæðið. Þegar Haukur verður klár verða þeir besta liðið á landinu, þeir verða með besta leikmanninn á landinu þó ég sé ekki búinn að sjá alla erlendu leikmennina þeirra. Þannig að við verðum að reyna að vinna þá núna það er alveg á hreinu.“ Stjörnumenn eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa því titil að verja og Arnar var spurður að því hvort það skipti einhverju máli upp á laugardaginn. „Nei, ég held að það séu fjórir eða fimm sem unnu seinast þannig að það skiptir engu máli.“ Að lokum var Arnar spurður að því hvað hans menn hefðu grætt á leiknum í kvöld svona með það fyrir augum að um leið er þetta undirbúningstímabilið sem er í gangi. „Það sem við fengum var áskorunin að spila á móti svona líkamlega sterkum leikmönnum og góðu varnarliði. Þetta er langbesta varnarliðið. Við erum búnir að spila við KR og Grindavík og þeir voru ekki á þessum stað eins og Stólarnir þegar við spiluðum við þá. Stólarnir komu upp um ansi marga veikleika í sóknarleiknum hjá okkur sem við þó náðum að laga aðeins í seinni hálfleik en þurfum að vera klárari en þetta.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Stjörnumenn eru á leið í úrslit VÍS bikarsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur, 86-81, gegn Tindastól á háspennuleik í Garðabænum. 16. september 2021 21:50 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Stjörnumenn eru á leið í úrslit VÍS bikarsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur, 86-81, gegn Tindastól á háspennuleik í Garðabænum. 16. september 2021 21:50