Malignant: Skemmtilega bilaður hrollur Heiðar Sumarliðason skrifar 17. september 2021 14:02 Er skrímsli inni í svefnherberginu? Malignant er nýjasta kvikmynd hins stórtæka hrollvekjumeistara James Wan. Líkt og hann segir í viðtölum langaði hann til að gera eitthvað óvænt og tekst það sannarlega Það má sjá á máli manna og riti að ekki eru allir á eitt sáttir við þessa nýjustu afurð Malasíuættaða Ástralans Wan. Áhorfendur eru vanir heldur hefðbundnum og vönduðum hrolli frá leikstjóranum (The Conjuring, Insidious) en hér er annað og óvenjulegra á boðstólum. Wan skiptir um gír, heiðrar og vísar í hinar ýmsu tegundir hrollvekja og úr verður óvenjulegur bræðingur, sem fellur ekki að bragðlaukum allra. Malignant er ekki allra, svo mikið er víst. „Versta mynd sem ég hef séð,“ sagði m.a. einn íslenskur kvikmyndaáhugamaður á Facebook í vikunni, sem verður reyndar að teljast ólíklegt, nema þetta sé þriðja myndin sem hann sér á ævinni. Annabelle Wallis leikur aðalhlutverkið Aðrir netverjar hrósa henni hins vegar í hástert og gefa henni 10/10, sem er álíka fjarstæðukennt. Svona skrif eru auðvitað dæmigerðir internet-öfgar því staðreyndin er sú að Malignant er hvorki fullkomin né það versta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Myndin fjallar um Madison Mitchell sem er föst í hjónabandi með ofbeldismanni. Þegar hann er svo myrtur af einhverskonar yfirnáttúrulegri veru, fer morðalda af stað sem Madison virðist tengd. Ætlar enginn að æpa „cut?“ Malignant hefst á mjög svo furðulegan máta (sem líklegast útskýrir neikvæða afstöðu margra), því atburðarásin, stílbrögðin og leikurinn eru meira í ætt við annars flokks hrollvekju. Reyndar var „kvikmynd af Hallmark-sjónvarpsstöðinni“ það fyrsta sem kom upp í huga minn. Eftir smá stund var mig jafnvel farið að gruna að þetta ætti að vera einhverskonar kvikmynd inni í kvikmynd, svo myndi einhver æpa „Cut“ og hin raunverulega mynd hæfist. Það gerðist ekki og þessi eilítið viðvaningslegi stíll var það sem koma skyldi. Ef James Wan hefði ekki verið maðurinn á bakvið myndavélina er ég ekki alveg viss um hver upplifun mín á myndinni hefði verið. Wan hefur margoft sýnt fram á hæfni sína í kvikmyndagerð, því var aðeins eitt sem kom til greina, að hann væri viljandi að vinna með þennan stíl. Ég ákvað því bara að sleppa takinu af innbyggðum væntingum mínum og fara með flæðinu. Það var eins gott að ég gerði það, því eina leiðin til að njóta Malignant er að sleppa fyrirframgefnum hugmyndum um hverslags myndir Wang gerir (eða á að gera). Mér fannst hún nefnilega dásamleg blanda af stílbrögðum og leiddist ekki í eina sekúndu. Orðin sem mér detta í hug til að lýsa myndinni eru t.d. klikkuð, biluð, sturluð, því hún er gjörsamlega trufluð. Ég treysti mér ekki til að mæla með Malignant við nokkurn mann þó ég hafi notið hennar. Það er vegna þess að ég hef hreinlega ekki hugmynd um hver viðbrögðin yrðu, því eins áður sagði, skiptist fólk skiptist algjörlega í tvennt varðandi myndina. Afstaða mín er þó skýr. Niðurstaða: Malignant er ekki mynd fyrir hvern sem er, jafnvel ekki sumt áhugafólk um hrollvekjur. Undirritaður sér þó ekki eftir bíóferðinni og skemmti sér vel yfir þessari sturlun. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við leikarann Bjartmar Þórðarson um Malignant, en þeir voru ekki sammála um útkomuna. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á Stjörnubíó, sem einnig er hægt að nálgast á helstu hlaðvarpsveitum. Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það má sjá á máli manna og riti að ekki eru allir á eitt sáttir við þessa nýjustu afurð Malasíuættaða Ástralans Wan. Áhorfendur eru vanir heldur hefðbundnum og vönduðum hrolli frá leikstjóranum (The Conjuring, Insidious) en hér er annað og óvenjulegra á boðstólum. Wan skiptir um gír, heiðrar og vísar í hinar ýmsu tegundir hrollvekja og úr verður óvenjulegur bræðingur, sem fellur ekki að bragðlaukum allra. Malignant er ekki allra, svo mikið er víst. „Versta mynd sem ég hef séð,“ sagði m.a. einn íslenskur kvikmyndaáhugamaður á Facebook í vikunni, sem verður reyndar að teljast ólíklegt, nema þetta sé þriðja myndin sem hann sér á ævinni. Annabelle Wallis leikur aðalhlutverkið Aðrir netverjar hrósa henni hins vegar í hástert og gefa henni 10/10, sem er álíka fjarstæðukennt. Svona skrif eru auðvitað dæmigerðir internet-öfgar því staðreyndin er sú að Malignant er hvorki fullkomin né það versta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Myndin fjallar um Madison Mitchell sem er föst í hjónabandi með ofbeldismanni. Þegar hann er svo myrtur af einhverskonar yfirnáttúrulegri veru, fer morðalda af stað sem Madison virðist tengd. Ætlar enginn að æpa „cut?“ Malignant hefst á mjög svo furðulegan máta (sem líklegast útskýrir neikvæða afstöðu margra), því atburðarásin, stílbrögðin og leikurinn eru meira í ætt við annars flokks hrollvekju. Reyndar var „kvikmynd af Hallmark-sjónvarpsstöðinni“ það fyrsta sem kom upp í huga minn. Eftir smá stund var mig jafnvel farið að gruna að þetta ætti að vera einhverskonar kvikmynd inni í kvikmynd, svo myndi einhver æpa „Cut“ og hin raunverulega mynd hæfist. Það gerðist ekki og þessi eilítið viðvaningslegi stíll var það sem koma skyldi. Ef James Wan hefði ekki verið maðurinn á bakvið myndavélina er ég ekki alveg viss um hver upplifun mín á myndinni hefði verið. Wan hefur margoft sýnt fram á hæfni sína í kvikmyndagerð, því var aðeins eitt sem kom til greina, að hann væri viljandi að vinna með þennan stíl. Ég ákvað því bara að sleppa takinu af innbyggðum væntingum mínum og fara með flæðinu. Það var eins gott að ég gerði það, því eina leiðin til að njóta Malignant er að sleppa fyrirframgefnum hugmyndum um hverslags myndir Wang gerir (eða á að gera). Mér fannst hún nefnilega dásamleg blanda af stílbrögðum og leiddist ekki í eina sekúndu. Orðin sem mér detta í hug til að lýsa myndinni eru t.d. klikkuð, biluð, sturluð, því hún er gjörsamlega trufluð. Ég treysti mér ekki til að mæla með Malignant við nokkurn mann þó ég hafi notið hennar. Það er vegna þess að ég hef hreinlega ekki hugmynd um hver viðbrögðin yrðu, því eins áður sagði, skiptist fólk skiptist algjörlega í tvennt varðandi myndina. Afstaða mín er þó skýr. Niðurstaða: Malignant er ekki mynd fyrir hvern sem er, jafnvel ekki sumt áhugafólk um hrollvekjur. Undirritaður sér þó ekki eftir bíóferðinni og skemmti sér vel yfir þessari sturlun. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við leikarann Bjartmar Þórðarson um Malignant, en þeir voru ekki sammála um útkomuna. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á Stjörnubíó, sem einnig er hægt að nálgast á helstu hlaðvarpsveitum.
Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira