Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2021 08:33 Alls eru fjórtán flokkar í framboði og er búist við að Kómmúnistaflokkurinn, hægri popúlistaflokkurinn LDPR og vinstri þjóðernisflokkurinn Sanngjarnt Rússland munu aftur ná mönnum á þing, auk stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands. EPA Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins.
Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04