Jóhann Berg: Vitum að Arsenal gæti þótt erfitt að mæta hingað Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 13:31 Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark gegn Everton en það dugði skammt því Everton skoraði svo þrjú mörk á sex mínútum, um miðjan seinni hálfleik. Getty/Clive Brunskill Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann og félagar hans hjá Burnley séu alveg spakir þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir ætli sér að hrella Arsenal á morgun líkt og á síðustu leiktíð. Burnley hirti fjögur stig í leikjunum við Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið vann sinn fyrsta deildarsigur gegn Arsenal, 1-0 í Lundúnum. Arsenal vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð, 1-0 gegn Norwich, eftir þrjú töp. „Þeir hafa átt strembna byrjun en unnu góðan sigur gegn Norwich í síðasta leik, svo þeir verða með meira sjálfstraust,“ sagði Jóhann. „En við vitum að þeim gæti þótt erfitt að mæta á Turf Moor og við ætlum að sjá til þess að það verði erfitt. Arsenal er auðvitað alltaf gott lið og spilar alltaf góðan fótbolta, með nokkra stórkostlega leikmenn, en við gerum þetta eins óþægilegt fyrir þá og hægt er,“ sagði Jóhann. Eins og fyrr segir hefur tímabilið ekki byrjað vel hjá Burnley en eina stig liðsins koma á heimavelli gegn Leeds. Jóhann lagði upp mark gegn Everton á mánudaginn en Everton tryggði sér svo 3-1 sigur með þremur mörkum á sex mínútum. „Á síðustu leiktíð þurftum við líka að bíða svolítið eftir sigri svo við erum ekkert að fara á taugum strax. Þetta snýst bara um að halda einbeitingu allar 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann. „Þetta hefur verið svolítið blönduð byrjun. Við höfum sýnt góða frammistöðu inn á milli en ekki náð úrslitum. Á mánudaginn þá vorum við bara ekki nógu góðir í þessar sex mínútur. Við höfum ekki náð að landa þremur stigum en það er margt jákvætt í gangi og bara nokkur atriði sem við þurfum að laga. Vonandi gerist það [á morgun]. Ég er sannfærður um það,“ sagði Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Burnley hirti fjögur stig í leikjunum við Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið vann sinn fyrsta deildarsigur gegn Arsenal, 1-0 í Lundúnum. Arsenal vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð, 1-0 gegn Norwich, eftir þrjú töp. „Þeir hafa átt strembna byrjun en unnu góðan sigur gegn Norwich í síðasta leik, svo þeir verða með meira sjálfstraust,“ sagði Jóhann. „En við vitum að þeim gæti þótt erfitt að mæta á Turf Moor og við ætlum að sjá til þess að það verði erfitt. Arsenal er auðvitað alltaf gott lið og spilar alltaf góðan fótbolta, með nokkra stórkostlega leikmenn, en við gerum þetta eins óþægilegt fyrir þá og hægt er,“ sagði Jóhann. Eins og fyrr segir hefur tímabilið ekki byrjað vel hjá Burnley en eina stig liðsins koma á heimavelli gegn Leeds. Jóhann lagði upp mark gegn Everton á mánudaginn en Everton tryggði sér svo 3-1 sigur með þremur mörkum á sex mínútum. „Á síðustu leiktíð þurftum við líka að bíða svolítið eftir sigri svo við erum ekkert að fara á taugum strax. Þetta snýst bara um að halda einbeitingu allar 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann. „Þetta hefur verið svolítið blönduð byrjun. Við höfum sýnt góða frammistöðu inn á milli en ekki náð úrslitum. Á mánudaginn þá vorum við bara ekki nógu góðir í þessar sex mínútur. Við höfum ekki náð að landa þremur stigum en það er margt jákvætt í gangi og bara nokkur atriði sem við þurfum að laga. Vonandi gerist það [á morgun]. Ég er sannfærður um það,“ sagði Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira