Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 15:30 Pep Guardiola vill skiljanlega fá sem mestan stuðning á Etihad-vellinum. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10
Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00