Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 15:30 Pep Guardiola vill skiljanlega fá sem mestan stuðning á Etihad-vellinum. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10
Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00