Réttarhöld hafin í milljóna króna skaðabótamáli vegna Ischgl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2021 14:09 Frá Ischgl í Austurríki sem iðaði af lífi þegar kórónuveirufaraldurinn fór á fullt. Fólk frá öllum hornum Evrópu skemmti sér saman og hélt svo heim, margir hverjir smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/EPA Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið. Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33