Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 10:01 Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu. Ap Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað.
SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45