Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 10:01 Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu. Ap Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað.
SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45