Heilbrigðisskimun allra er réttlætismál Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2021 20:00 Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni. Þar skiptir mestu að Miðflokkurinn leggur sérstaka áherslu á að öllum íslenskum ríkisborgurum, búsettum á Íslandi, 40 ára og eldri, standi til boða almenn heilbrigðisskimun á þriggja ára fresti þeim að kostnaðarlausu. Um leið verði tryggt að þegar tilefni þykir til verði hægt að kalla eftir auka skimun. Með þessum hætti fá allir landsmenn aðgang að heilbrigðiseftirliti og þurfa ekki að hugsa um að þeir hafi orðið að sparað við sig heilbrigðisþjónustu einhverra hluta vegna. Með skimun eins og Miðflokkurinn leggur til verður hægt að grípa miklu fyrr inní ef sjúkdómar láta á sér kræla, aðkomu heilbrigðiskerfisins að eftirliti verður gerbreytt sem á að tryggja betri heilsu fyrir alla og minni kostnað fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið Miðflokkurinn leggur áherslu á að tryggja beri öllum Íslendingum jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og þannig verði jafnstaða allra landsmanna gagnvart þjónustunni höfð að leiðarljósi. Í því skyni verði horfið frá samþjöppunarstefnu í heilbrigðismálum og þjónustan færð nær almenningi um allt land. Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns með það að markmiði að hámarka þjónustu við sjúklinga. Ríkið þarf því að nýta þjónustu þeirra sem eru best til þess fallnir að veita lækningar á viðunandi kjörum, en einnig krafta góðgerðarsamtaka og sjálfstæðra félaga, sem hafa skipt sköpum við að aðstoða sjúklinga og bæta lýðheilsu og gera það enn. Með því að eyða biðlistum, fjölga hjúkrunar- og þjónusturýmum og efla heimaþjónustu má draga úr óþarfa kostnaði í heilbrigðiskerfinu og bæta líf sjúklinga og eldri borgara á Íslandi. Það er mikilvægt að þjónusta við sjúklinga verið byggð upp um allt land, núverandi heilbrigðisstofnanir verði betur nýttar og nýjar reistar. Með öllum þessum tillögum hyggst Miðflokkurinn taka á þeim kerfislæga vanda sem ríkir í heilbrigðisþjónustunni. Höfundur skipar efsta sæti á liðsta Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni. Þar skiptir mestu að Miðflokkurinn leggur sérstaka áherslu á að öllum íslenskum ríkisborgurum, búsettum á Íslandi, 40 ára og eldri, standi til boða almenn heilbrigðisskimun á þriggja ára fresti þeim að kostnaðarlausu. Um leið verði tryggt að þegar tilefni þykir til verði hægt að kalla eftir auka skimun. Með þessum hætti fá allir landsmenn aðgang að heilbrigðiseftirliti og þurfa ekki að hugsa um að þeir hafi orðið að sparað við sig heilbrigðisþjónustu einhverra hluta vegna. Með skimun eins og Miðflokkurinn leggur til verður hægt að grípa miklu fyrr inní ef sjúkdómar láta á sér kræla, aðkomu heilbrigðiskerfisins að eftirliti verður gerbreytt sem á að tryggja betri heilsu fyrir alla og minni kostnað fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið Miðflokkurinn leggur áherslu á að tryggja beri öllum Íslendingum jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og þannig verði jafnstaða allra landsmanna gagnvart þjónustunni höfð að leiðarljósi. Í því skyni verði horfið frá samþjöppunarstefnu í heilbrigðismálum og þjónustan færð nær almenningi um allt land. Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns með það að markmiði að hámarka þjónustu við sjúklinga. Ríkið þarf því að nýta þjónustu þeirra sem eru best til þess fallnir að veita lækningar á viðunandi kjörum, en einnig krafta góðgerðarsamtaka og sjálfstæðra félaga, sem hafa skipt sköpum við að aðstoða sjúklinga og bæta lýðheilsu og gera það enn. Með því að eyða biðlistum, fjölga hjúkrunar- og þjónusturýmum og efla heimaþjónustu má draga úr óþarfa kostnaði í heilbrigðiskerfinu og bæta líf sjúklinga og eldri borgara á Íslandi. Það er mikilvægt að þjónusta við sjúklinga verið byggð upp um allt land, núverandi heilbrigðisstofnanir verði betur nýttar og nýjar reistar. Með öllum þessum tillögum hyggst Miðflokkurinn taka á þeim kerfislæga vanda sem ríkir í heilbrigðisþjónustunni. Höfundur skipar efsta sæti á liðsta Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar