Hvar er heimilislæknirinn minn? Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 20. september 2021 09:30 Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun